Spyrnudólgar gera Vesturbæingum gramt í geði Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 12:19 Bílafantarnir eru komnir á stjá á Grandanum Vesturbæingum til mikils ama og hrellingar. Hávaðinn sem myndast þegar menn eru að reykspóla, jafnvel á hljóðkútslausum bílum sínum, getur verið ægilegur. Teitur Atlason hefur ritað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu opinbert kvörtunarbréf vegna ökufanta sem safnast saman úti á Granda og eru að gera Vesturbæinga gráhærða með látum og háskaakstri. Vesturbæingurinn Teitur vekur máls á því, á Facebooksíðu lögreglunnar, að rétt eins og náttúran taki við sér og líf vakni að vori, þá vakni einnig verri hlutir: „Hraðakstur á Hringbraut er árviss viðburður þegar vora tekur og sumarið gengur í garð. Það eru kappaksturshópar sem hittast á Grandanum og þangað þeysast þeir með miklum og truflandi hávaða á kvöldin.“ Vísir hefur áður fjallað um þetta fyrirbæri og Vesturbæingar hafa lengi kvartað undan þessu en allt kemur fyrir ekki. Til dæmis má sjá í frétt Vísis frá árinu 2016 að þetta er þrálátur vandi: Vælandi dekk og spyrnuakstur hafa haldið vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Sjá má myndbandsupptöku en þar hamast ökufantur á bíl sínum sem mest hann má. Fram kemur að Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. Teitur Atlason hefur biðlað opinberlega til lögreglunnar, að hún reyni að stemma stigu við þessum vanda.vísir/frosti Tugir mæta á bílum sínum og vilja sýna bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur. Fátt virðist breytast: „Það er eins og sumir ráði ekki við sig að sjá beina Hringbílarbrautina þegar sólin er lágt á lofti og gatan tóm. Þetta er afskaplega hvimleitt og íbúar við Hringbraut hafa bundist samtökum gegn þessari óværu,“ segir Teitur. Hann hvetur lögregluna til dáða; að hraðamæla Hringbraut (frá Suðurgötu og að Ánanaustum). „Þar er 40 km hámarkshraði sem margir virða að vettugi. Endilega mælið þegar hraða-fíklarnir fara á stjá. Læti byrja upp úr kl 20 og standa oft fram yfir miðnætti.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heitir Teiti því að hún muni skoða málið. Skipulag Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Vesturbæingurinn Teitur vekur máls á því, á Facebooksíðu lögreglunnar, að rétt eins og náttúran taki við sér og líf vakni að vori, þá vakni einnig verri hlutir: „Hraðakstur á Hringbraut er árviss viðburður þegar vora tekur og sumarið gengur í garð. Það eru kappaksturshópar sem hittast á Grandanum og þangað þeysast þeir með miklum og truflandi hávaða á kvöldin.“ Vísir hefur áður fjallað um þetta fyrirbæri og Vesturbæingar hafa lengi kvartað undan þessu en allt kemur fyrir ekki. Til dæmis má sjá í frétt Vísis frá árinu 2016 að þetta er þrálátur vandi: Vælandi dekk og spyrnuakstur hafa haldið vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Sjá má myndbandsupptöku en þar hamast ökufantur á bíl sínum sem mest hann má. Fram kemur að Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. Teitur Atlason hefur biðlað opinberlega til lögreglunnar, að hún reyni að stemma stigu við þessum vanda.vísir/frosti Tugir mæta á bílum sínum og vilja sýna bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur. Fátt virðist breytast: „Það er eins og sumir ráði ekki við sig að sjá beina Hringbílarbrautina þegar sólin er lágt á lofti og gatan tóm. Þetta er afskaplega hvimleitt og íbúar við Hringbraut hafa bundist samtökum gegn þessari óværu,“ segir Teitur. Hann hvetur lögregluna til dáða; að hraðamæla Hringbraut (frá Suðurgötu og að Ánanaustum). „Þar er 40 km hámarkshraði sem margir virða að vettugi. Endilega mælið þegar hraða-fíklarnir fara á stjá. Læti byrja upp úr kl 20 og standa oft fram yfir miðnætti.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heitir Teiti því að hún muni skoða málið.
Skipulag Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira