Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. apríl 2021 09:15 Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
„Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira