Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. apríl 2021 09:15 Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Sjá meira
„Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Sjá meira