Innlent

Sex hundruð störf skapist vegna kol­efnis­förgunar­mið­stöðvar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix. Stöð 2

Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári.

Carbfix bindur koltvísýring með því að leysa hann upp í vatni og dæla honum djúpt niður í berglög þar sem hann steinrennur á innan við tveimur árum. Miðstöðin verður sú fyrsta sinnar tegundar og búist er við miklum umsvifum.

„Við gerum ráð fyrir því að starfsemin hefjist, það er að segja fyrsti áfangi, árið 2025. Þá byrjar eitt skip að sigla fram og til baka og þá verður förgunin um þrjú hundruð þúsund tonn á ári,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix.

„Svo vinnum við okkur smám saman upp í þrjár milljónir tonna árið 2030. Við höfum metið það þannig að það geti skapast allt að sex hundruð bein og afleidd störf af þessari uppbyggingu og starfseminni sem verður á svæðinu,“ segir Edda Sif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×