Börnin búa betur í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 14:00 Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur. 12 mánaða börn fá leikskólavist Nú þegar er búið að innrita í leikskóla öll þau börn sem fædd eru á fyrri hluta ársins 2020, þ.e. þau börn sem fædd eru í janúar til 1. júlí. Það þýðir að öll börn, sem verða orðin 14 mánaða og eldri í haust, eru nú þegar komin með leikskólapláss í Garðabæ og byrja í leikskóla í haust. Við erum að vinna að lausnum til að bjóða börnum sem eru 14 mánaða og yngri leikskóladvöl. Undirbúningur hófst í fyrra, á sama ári og þessi börn voru að fæðast. Garðabær hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á góða þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og á því hefur engin breyting orðið. Áfram munum við bjóða yngstu börnunum leikskóladvöl. Í fyrra var því strax hafin vinna við að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu, m.a. með því að kanna möguleika á nýtingu á húsnæði til bráðabirgða og með því að taka í notkun lausar kennslustofur. Lokaútfærslan skýrist á næstu vikum og foreldrar yngstu barnanna verða látnir vita um leið og þetta liggur fyrir. Í fyrra var einnig blásið til hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Það er jákvætt að Urriðaholtið er eftirsótt hjá ungum barnafjölskyldum og að leikskólabörnum fjölgi. Hröð uppbygging kallar á hröð og vönduð vinnubrögð. Hún kallar líka á málefnalega umræðu, byggða á staðreyndum. Staðan best í Garðabæ Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla. Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum. Þar fyrir utan á innritun í leikskóla ekki eingöngu að vera á haustin, þá gerist það að þau börn sem eru fædd eftir haustið þurfa að bíða fram á næsta haust. Eitt ár er langur tími í lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Þessu höfum við verið að breyta og þannig er sumaropnun leikskólanna í Garðabæ mikilvægur hlekkur í því að bjóða upp á góða þjónustu. Það hafa ekki allir kost á því að fara í frí frá vinnu í júlí og eins hentar það einfaldlega ekki öllum. Því er mikilvægt að bjóða upp á þetta val. Síðast en ekki síst er auðvitað ekki hægt að tala um leikskólana okkar í Garðabæ án þess að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar. Við eigum mikinn mannauð í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Góð þjónusta við barnafjölskyldur Góð þjónusta við barnafjölskyldur í Garðabæ hefur orðið til þess að ungum fjölskyldum fjölgar hlutfallslega í bænum. Á þessu ári innritum við um 30% fleiri börn en við útskrifum úr leikskólunum og er það jákvæð þróun. Hún er líka í takti við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í Garðabæ. Fjölgun íbúða var mest í Garðabæ í fyrra og sveitarfélagið fjárfesti fyrir þrjá og hálfan milljarð, rétt eins og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti til! Málflutningur oddvitans er því ekki bara ómálefnalegur heldur einfaldlega rangur. Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur. 12 mánaða börn fá leikskólavist Nú þegar er búið að innrita í leikskóla öll þau börn sem fædd eru á fyrri hluta ársins 2020, þ.e. þau börn sem fædd eru í janúar til 1. júlí. Það þýðir að öll börn, sem verða orðin 14 mánaða og eldri í haust, eru nú þegar komin með leikskólapláss í Garðabæ og byrja í leikskóla í haust. Við erum að vinna að lausnum til að bjóða börnum sem eru 14 mánaða og yngri leikskóladvöl. Undirbúningur hófst í fyrra, á sama ári og þessi börn voru að fæðast. Garðabær hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á góða þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og á því hefur engin breyting orðið. Áfram munum við bjóða yngstu börnunum leikskóladvöl. Í fyrra var því strax hafin vinna við að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu, m.a. með því að kanna möguleika á nýtingu á húsnæði til bráðabirgða og með því að taka í notkun lausar kennslustofur. Lokaútfærslan skýrist á næstu vikum og foreldrar yngstu barnanna verða látnir vita um leið og þetta liggur fyrir. Í fyrra var einnig blásið til hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Það er jákvætt að Urriðaholtið er eftirsótt hjá ungum barnafjölskyldum og að leikskólabörnum fjölgi. Hröð uppbygging kallar á hröð og vönduð vinnubrögð. Hún kallar líka á málefnalega umræðu, byggða á staðreyndum. Staðan best í Garðabæ Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla. Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum. Þar fyrir utan á innritun í leikskóla ekki eingöngu að vera á haustin, þá gerist það að þau börn sem eru fædd eftir haustið þurfa að bíða fram á næsta haust. Eitt ár er langur tími í lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Þessu höfum við verið að breyta og þannig er sumaropnun leikskólanna í Garðabæ mikilvægur hlekkur í því að bjóða upp á góða þjónustu. Það hafa ekki allir kost á því að fara í frí frá vinnu í júlí og eins hentar það einfaldlega ekki öllum. Því er mikilvægt að bjóða upp á þetta val. Síðast en ekki síst er auðvitað ekki hægt að tala um leikskólana okkar í Garðabæ án þess að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar. Við eigum mikinn mannauð í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Góð þjónusta við barnafjölskyldur Góð þjónusta við barnafjölskyldur í Garðabæ hefur orðið til þess að ungum fjölskyldum fjölgar hlutfallslega í bænum. Á þessu ári innritum við um 30% fleiri börn en við útskrifum úr leikskólunum og er það jákvæð þróun. Hún er líka í takti við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í Garðabæ. Fjölgun íbúða var mest í Garðabæ í fyrra og sveitarfélagið fjárfesti fyrir þrjá og hálfan milljarð, rétt eins og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti til! Málflutningur oddvitans er því ekki bara ómálefnalegur heldur einfaldlega rangur. Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun