Börnin búa betur í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 14:00 Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur. 12 mánaða börn fá leikskólavist Nú þegar er búið að innrita í leikskóla öll þau börn sem fædd eru á fyrri hluta ársins 2020, þ.e. þau börn sem fædd eru í janúar til 1. júlí. Það þýðir að öll börn, sem verða orðin 14 mánaða og eldri í haust, eru nú þegar komin með leikskólapláss í Garðabæ og byrja í leikskóla í haust. Við erum að vinna að lausnum til að bjóða börnum sem eru 14 mánaða og yngri leikskóladvöl. Undirbúningur hófst í fyrra, á sama ári og þessi börn voru að fæðast. Garðabær hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á góða þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og á því hefur engin breyting orðið. Áfram munum við bjóða yngstu börnunum leikskóladvöl. Í fyrra var því strax hafin vinna við að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu, m.a. með því að kanna möguleika á nýtingu á húsnæði til bráðabirgða og með því að taka í notkun lausar kennslustofur. Lokaútfærslan skýrist á næstu vikum og foreldrar yngstu barnanna verða látnir vita um leið og þetta liggur fyrir. Í fyrra var einnig blásið til hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Það er jákvætt að Urriðaholtið er eftirsótt hjá ungum barnafjölskyldum og að leikskólabörnum fjölgi. Hröð uppbygging kallar á hröð og vönduð vinnubrögð. Hún kallar líka á málefnalega umræðu, byggða á staðreyndum. Staðan best í Garðabæ Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla. Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum. Þar fyrir utan á innritun í leikskóla ekki eingöngu að vera á haustin, þá gerist það að þau börn sem eru fædd eftir haustið þurfa að bíða fram á næsta haust. Eitt ár er langur tími í lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Þessu höfum við verið að breyta og þannig er sumaropnun leikskólanna í Garðabæ mikilvægur hlekkur í því að bjóða upp á góða þjónustu. Það hafa ekki allir kost á því að fara í frí frá vinnu í júlí og eins hentar það einfaldlega ekki öllum. Því er mikilvægt að bjóða upp á þetta val. Síðast en ekki síst er auðvitað ekki hægt að tala um leikskólana okkar í Garðabæ án þess að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar. Við eigum mikinn mannauð í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Góð þjónusta við barnafjölskyldur Góð þjónusta við barnafjölskyldur í Garðabæ hefur orðið til þess að ungum fjölskyldum fjölgar hlutfallslega í bænum. Á þessu ári innritum við um 30% fleiri börn en við útskrifum úr leikskólunum og er það jákvæð þróun. Hún er líka í takti við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í Garðabæ. Fjölgun íbúða var mest í Garðabæ í fyrra og sveitarfélagið fjárfesti fyrir þrjá og hálfan milljarð, rétt eins og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti til! Málflutningur oddvitans er því ekki bara ómálefnalegur heldur einfaldlega rangur. Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur. 12 mánaða börn fá leikskólavist Nú þegar er búið að innrita í leikskóla öll þau börn sem fædd eru á fyrri hluta ársins 2020, þ.e. þau börn sem fædd eru í janúar til 1. júlí. Það þýðir að öll börn, sem verða orðin 14 mánaða og eldri í haust, eru nú þegar komin með leikskólapláss í Garðabæ og byrja í leikskóla í haust. Við erum að vinna að lausnum til að bjóða börnum sem eru 14 mánaða og yngri leikskóladvöl. Undirbúningur hófst í fyrra, á sama ári og þessi börn voru að fæðast. Garðabær hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á góða þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og á því hefur engin breyting orðið. Áfram munum við bjóða yngstu börnunum leikskóladvöl. Í fyrra var því strax hafin vinna við að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu, m.a. með því að kanna möguleika á nýtingu á húsnæði til bráðabirgða og með því að taka í notkun lausar kennslustofur. Lokaútfærslan skýrist á næstu vikum og foreldrar yngstu barnanna verða látnir vita um leið og þetta liggur fyrir. Í fyrra var einnig blásið til hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Það er jákvætt að Urriðaholtið er eftirsótt hjá ungum barnafjölskyldum og að leikskólabörnum fjölgi. Hröð uppbygging kallar á hröð og vönduð vinnubrögð. Hún kallar líka á málefnalega umræðu, byggða á staðreyndum. Staðan best í Garðabæ Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla. Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum. Þar fyrir utan á innritun í leikskóla ekki eingöngu að vera á haustin, þá gerist það að þau börn sem eru fædd eftir haustið þurfa að bíða fram á næsta haust. Eitt ár er langur tími í lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Þessu höfum við verið að breyta og þannig er sumaropnun leikskólanna í Garðabæ mikilvægur hlekkur í því að bjóða upp á góða þjónustu. Það hafa ekki allir kost á því að fara í frí frá vinnu í júlí og eins hentar það einfaldlega ekki öllum. Því er mikilvægt að bjóða upp á þetta val. Síðast en ekki síst er auðvitað ekki hægt að tala um leikskólana okkar í Garðabæ án þess að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar. Við eigum mikinn mannauð í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Góð þjónusta við barnafjölskyldur Góð þjónusta við barnafjölskyldur í Garðabæ hefur orðið til þess að ungum fjölskyldum fjölgar hlutfallslega í bænum. Á þessu ári innritum við um 30% fleiri börn en við útskrifum úr leikskólunum og er það jákvæð þróun. Hún er líka í takti við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í Garðabæ. Fjölgun íbúða var mest í Garðabæ í fyrra og sveitarfélagið fjárfesti fyrir þrjá og hálfan milljarð, rétt eins og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti til! Málflutningur oddvitans er því ekki bara ómálefnalegur heldur einfaldlega rangur. Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun