Börnin búa betur í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 14:00 Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur. 12 mánaða börn fá leikskólavist Nú þegar er búið að innrita í leikskóla öll þau börn sem fædd eru á fyrri hluta ársins 2020, þ.e. þau börn sem fædd eru í janúar til 1. júlí. Það þýðir að öll börn, sem verða orðin 14 mánaða og eldri í haust, eru nú þegar komin með leikskólapláss í Garðabæ og byrja í leikskóla í haust. Við erum að vinna að lausnum til að bjóða börnum sem eru 14 mánaða og yngri leikskóladvöl. Undirbúningur hófst í fyrra, á sama ári og þessi börn voru að fæðast. Garðabær hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á góða þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og á því hefur engin breyting orðið. Áfram munum við bjóða yngstu börnunum leikskóladvöl. Í fyrra var því strax hafin vinna við að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu, m.a. með því að kanna möguleika á nýtingu á húsnæði til bráðabirgða og með því að taka í notkun lausar kennslustofur. Lokaútfærslan skýrist á næstu vikum og foreldrar yngstu barnanna verða látnir vita um leið og þetta liggur fyrir. Í fyrra var einnig blásið til hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Það er jákvætt að Urriðaholtið er eftirsótt hjá ungum barnafjölskyldum og að leikskólabörnum fjölgi. Hröð uppbygging kallar á hröð og vönduð vinnubrögð. Hún kallar líka á málefnalega umræðu, byggða á staðreyndum. Staðan best í Garðabæ Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla. Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum. Þar fyrir utan á innritun í leikskóla ekki eingöngu að vera á haustin, þá gerist það að þau börn sem eru fædd eftir haustið þurfa að bíða fram á næsta haust. Eitt ár er langur tími í lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Þessu höfum við verið að breyta og þannig er sumaropnun leikskólanna í Garðabæ mikilvægur hlekkur í því að bjóða upp á góða þjónustu. Það hafa ekki allir kost á því að fara í frí frá vinnu í júlí og eins hentar það einfaldlega ekki öllum. Því er mikilvægt að bjóða upp á þetta val. Síðast en ekki síst er auðvitað ekki hægt að tala um leikskólana okkar í Garðabæ án þess að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar. Við eigum mikinn mannauð í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Góð þjónusta við barnafjölskyldur Góð þjónusta við barnafjölskyldur í Garðabæ hefur orðið til þess að ungum fjölskyldum fjölgar hlutfallslega í bænum. Á þessu ári innritum við um 30% fleiri börn en við útskrifum úr leikskólunum og er það jákvæð þróun. Hún er líka í takti við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í Garðabæ. Fjölgun íbúða var mest í Garðabæ í fyrra og sveitarfélagið fjárfesti fyrir þrjá og hálfan milljarð, rétt eins og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti til! Málflutningur oddvitans er því ekki bara ómálefnalegur heldur einfaldlega rangur. Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur. 12 mánaða börn fá leikskólavist Nú þegar er búið að innrita í leikskóla öll þau börn sem fædd eru á fyrri hluta ársins 2020, þ.e. þau börn sem fædd eru í janúar til 1. júlí. Það þýðir að öll börn, sem verða orðin 14 mánaða og eldri í haust, eru nú þegar komin með leikskólapláss í Garðabæ og byrja í leikskóla í haust. Við erum að vinna að lausnum til að bjóða börnum sem eru 14 mánaða og yngri leikskóladvöl. Undirbúningur hófst í fyrra, á sama ári og þessi börn voru að fæðast. Garðabær hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á góða þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og á því hefur engin breyting orðið. Áfram munum við bjóða yngstu börnunum leikskóladvöl. Í fyrra var því strax hafin vinna við að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu, m.a. með því að kanna möguleika á nýtingu á húsnæði til bráðabirgða og með því að taka í notkun lausar kennslustofur. Lokaútfærslan skýrist á næstu vikum og foreldrar yngstu barnanna verða látnir vita um leið og þetta liggur fyrir. Í fyrra var einnig blásið til hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Það er jákvætt að Urriðaholtið er eftirsótt hjá ungum barnafjölskyldum og að leikskólabörnum fjölgi. Hröð uppbygging kallar á hröð og vönduð vinnubrögð. Hún kallar líka á málefnalega umræðu, byggða á staðreyndum. Staðan best í Garðabæ Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla. Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum. Þar fyrir utan á innritun í leikskóla ekki eingöngu að vera á haustin, þá gerist það að þau börn sem eru fædd eftir haustið þurfa að bíða fram á næsta haust. Eitt ár er langur tími í lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Þessu höfum við verið að breyta og þannig er sumaropnun leikskólanna í Garðabæ mikilvægur hlekkur í því að bjóða upp á góða þjónustu. Það hafa ekki allir kost á því að fara í frí frá vinnu í júlí og eins hentar það einfaldlega ekki öllum. Því er mikilvægt að bjóða upp á þetta val. Síðast en ekki síst er auðvitað ekki hægt að tala um leikskólana okkar í Garðabæ án þess að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar. Við eigum mikinn mannauð í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Góð þjónusta við barnafjölskyldur Góð þjónusta við barnafjölskyldur í Garðabæ hefur orðið til þess að ungum fjölskyldum fjölgar hlutfallslega í bænum. Á þessu ári innritum við um 30% fleiri börn en við útskrifum úr leikskólunum og er það jákvæð þróun. Hún er líka í takti við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í Garðabæ. Fjölgun íbúða var mest í Garðabæ í fyrra og sveitarfélagið fjárfesti fyrir þrjá og hálfan milljarð, rétt eins og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti til! Málflutningur oddvitans er því ekki bara ómálefnalegur heldur einfaldlega rangur. Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun