Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 12:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira