Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 12:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira