Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 19:29 Sumir bera skilti þar sem þess er krafist að Navalní verði látinn laus úr fangelsi. Vísir/Kolbeinn tumi Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Á þriðja tug voru mættir til mótmælanna nú á áttunda tímanum. Mótmælendur hafa sumir skilti meðferðis, þar sem á stendur Free Navalny, eða „frelsið Navalní“, og hrópa sama slagorð í átt að sendiráðinu. Þá hafa lögreglumenn verið kallaðir til vegna mótmælanna og standa nokkrir vörð um sendiráðið nú á áttunda tímanum. Lögregla vaktar sendiráðið.Vísir/kolbeinn tumi Í tilkynningu um mótmælin á sunnudag segir að Rússar á Íslandi, auk fólks frá öðrum ríkjum, komi saman til að mótmæla „pyntingum“ á Navalní. Við dauðans dyr Ríkisstjórn Pútíns forseta lét handtaka Navalní í janúar en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi forsetans. Sökuðu yfirvöld Navalní um að hafa brotið gegn skilorði með því að hafa verið fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í ágúst. Navalní og vestræn stjórnvöld telja að stjórnvöld í Kreml hafi staðið að tilræðinu. Navalní dvaldi í Þýskalandi í fimm mánuði en ákvað að snúa aftur heim til Rússlands. Hann var handtekinn á flugvellinum við komuna. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í alræmdir fanganýlendu þar sem aðstæður eru sagðar ömurlegar. Dómurinn var vegna fjárdráttarmáls frá 2014 en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómur sem hann hlaut í því máli hefði verið gerræðislegur og ósanngjarn. Navalní er nú í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. Talið er að hann sé jafnvel við dauðans dyr en hann var fluttur á sjúkradeild í nýju fangelsi á sunnudag. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér fyrir neðan. Vísir/kolbeinn tumi Vísir/kolbeinn tumi Vísir/kolbeinn tumi Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Á þriðja tug voru mættir til mótmælanna nú á áttunda tímanum. Mótmælendur hafa sumir skilti meðferðis, þar sem á stendur Free Navalny, eða „frelsið Navalní“, og hrópa sama slagorð í átt að sendiráðinu. Þá hafa lögreglumenn verið kallaðir til vegna mótmælanna og standa nokkrir vörð um sendiráðið nú á áttunda tímanum. Lögregla vaktar sendiráðið.Vísir/kolbeinn tumi Í tilkynningu um mótmælin á sunnudag segir að Rússar á Íslandi, auk fólks frá öðrum ríkjum, komi saman til að mótmæla „pyntingum“ á Navalní. Við dauðans dyr Ríkisstjórn Pútíns forseta lét handtaka Navalní í janúar en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi forsetans. Sökuðu yfirvöld Navalní um að hafa brotið gegn skilorði með því að hafa verið fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í ágúst. Navalní og vestræn stjórnvöld telja að stjórnvöld í Kreml hafi staðið að tilræðinu. Navalní dvaldi í Þýskalandi í fimm mánuði en ákvað að snúa aftur heim til Rússlands. Hann var handtekinn á flugvellinum við komuna. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í alræmdir fanganýlendu þar sem aðstæður eru sagðar ömurlegar. Dómurinn var vegna fjárdráttarmáls frá 2014 en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómur sem hann hlaut í því máli hefði verið gerræðislegur og ósanngjarn. Navalní er nú í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. Talið er að hann sé jafnvel við dauðans dyr en hann var fluttur á sjúkradeild í nýju fangelsi á sunnudag. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér fyrir neðan. Vísir/kolbeinn tumi Vísir/kolbeinn tumi Vísir/kolbeinn tumi
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40
Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55
Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21