Djúp sorg fyrir norðan eftir að sóttvarnayfirvöldum snerist skyndilega hugur Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 13:19 Nokkur hundruð börn taka alla jafna þátt á leikunum í venjulegu árferði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að aflýsa skíðamótinu í ár en til stóð að halda leikanna um miðjan maí. Er þetta annað árið í röð sem leikunum er aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021 Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira