Djúp sorg fyrir norðan eftir að sóttvarnayfirvöldum snerist skyndilega hugur Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 13:19 Nokkur hundruð börn taka alla jafna þátt á leikunum í venjulegu árferði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að aflýsa skíðamótinu í ár en til stóð að halda leikanna um miðjan maí. Er þetta annað árið í röð sem leikunum er aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021 Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Sjá meira
Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Sjá meira