Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir einnig að á fjórða tímanum í gær hafi bíll verið stöðvaður í Hafnarfirði en honum hafði verið ekið á minnst 151 kílómetra hraða. Þar var hámarkshraði einnig 89 kílómetrar.
Þar að auki barst tilkynning um slys í Árbæ rétt fyrir þrjú í nótt. Þar hafði bíll lent á ljósastaur en ökumaður hans var vistaður í fangaklefa í nótt vegna gruns um að hann hafi verið ölvaður við akstur.
Þó nokkrir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist aldrei hafa fengið ökuréttindi.
Lögreglunni barst einnig tilkynningar um slagsmál og líkamsárás í miðbænum í gærkvöldi. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað úr geymslu fjölbýlishúss í Hafnarfirði.