Innlent

Grunaður um sölu áfengis úr bílnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tveir þeirra höfðu áður verið sviptir ökuréttindum.
Minnst þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tveir þeirra höfðu áður verið sviptir ökuréttindum. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt bíl í Árbænum vegna gruns um að ökumaður hans væri að selja áfengi úr bílnum. Töluvert magn af áfengi var tekið úr bílnum og haldlagt.

Þá bárust tvær tilkynningar um ölvaða einstaklinga á hótelum í Hlíðunum. Í fyrra skiptið var ölvaður einstaklingur til vandræða, samkvæmt dagbók lögreglu, en í seinna skiptið neitaði einstaklingur að yfirgefa hótelið. Hann var í annarlegu ástandi og sömuleiðis grunaður um líkamsárás. Því var hann vistaður í fangaklefa.

Þar að auki bárust í gær og í gærkvöldi tilkynningar um þjófnað úr verslunum í miðbænum og Múlunum auk þess sem tilkynning barst um þjófnað úr líkamsræktarstöð. Um klukkan sjö í gærkvöldi barst svo tilkynningu um eignaspjöll á tveimur bílum í miðbænum.

Minnst þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Tveir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þar af einn sem grunaður er um vörslu fíkniefna. Hinn reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum.

Þá var einn stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann hafði sömuleiðis verið sviptur ökuréttindum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×