„Stjarnfræðilega meiri ávinningur í að nota AstraZeneca en hætta því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 20:31 Yfirlæknir í blóðmeinafræði mælir með notkun AstraZeneca bóluefnisins fyrir alla nema fólk í áhættuhópum. Ávinningurinn sé stjarnfræðilega meiri en að hætta að nota efnið líkt og Danir. Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum