Sterkar vísbendingar um að eldfjallagasið muni hafa áhrif á heilsu fólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2021 19:00 Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds, hefur rannsakað eldfjallagas um allan heim. Hún hefur til dæmis starfað á Suðurskautslandinu, á Hawaii, í Japan, Nicaragua og víðar. Hún kom til landsins þegar óróapúlsinn hófst og hefur verið við rannsóknir við eldstöðvarnar undanfarnar vikur. Sterklega má gera ráð fyrir að eldfjallagasið úr Geldingadölum muni leiða til aukinna öndunarfærasjúkdóma, sérstaklega hjá fólki í nálægri byggð. Börn og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru sérstaklega útsett fyrir menguninni. Þetta segir Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds. Hún hefur rannsakað áhrif eldfjallagass á heilsu fólks um allan heim, og meðal annars hér heima í kjölfar eldgossins í Holuhrauni. Rannsóknin leiddi í ljós að mengunin hafði áhrif á heilsu fólks og telur hún flest benda til þess að sama verði upp á teningnum nú – ekki síst hve nálægt byggð gosið í Geldingadölum er. „Það lítur allt út fyrir það. Við vitum að gasið sem kemur upp úr gosinu hefur áhrif bæði til skamms tíma á heilsu fólks en líka líklega til langs tíma,” segir Evgenia. „Þetta gos er frekar lítið en það er svo nálægt byggð að mér finnst líklegt, byggt á því sem við vitum til dæmis frá Holuhrauni, að fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og astma og lungnateppu gæti farið að finna fyrir auknum óþægindum og þurft að leita sér oftar lækniaðstoðar, eða kaupi meira af astmalyfjum.“ Fyrst og fremst sé um öndunarfæravandamál að ræða. „Svo hefur fólk kvartað undan ógleði, höfuðverkjum og hjartasjúkdómum,“ segir hún. Fólk með undirliggjandi vandamál sé útsettast en að gasið geti haft áhrif á alla. „Þetta á líka við um heilbrigð börn, því þau eru viðkvæmari fyrir loftmengun.“ Evgenia segir að gasmengun geti alltaf verið hættuleg og nefnir dæmi um eldfjallið Aso í Japan sem er vinsæll ferðamannastaður. „Þar hafa orðið dauðsföll, þegar gasmengunin hefur lagst yfir útsýnispallinn. Í öllum tilfellum var það fólk sem er með astma og lét lífið nánast samstundis. Þannig að þar var tekin ákvörðun um að setja upp viðvörunarkerfi og svæðið þá rýmt þegar gasmengunin fer yfir mjög lítinn styrk sem heilbrigt fólk finnur ekki fyrir en getur sett fólk með undirliggjandi sjúkdóma í hættu. Það hafa ekki orðið fleiri sorgleg tilfelli eftir að þetta var sett upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Heilsa Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Þetta segir Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds. Hún hefur rannsakað áhrif eldfjallagass á heilsu fólks um allan heim, og meðal annars hér heima í kjölfar eldgossins í Holuhrauni. Rannsóknin leiddi í ljós að mengunin hafði áhrif á heilsu fólks og telur hún flest benda til þess að sama verði upp á teningnum nú – ekki síst hve nálægt byggð gosið í Geldingadölum er. „Það lítur allt út fyrir það. Við vitum að gasið sem kemur upp úr gosinu hefur áhrif bæði til skamms tíma á heilsu fólks en líka líklega til langs tíma,” segir Evgenia. „Þetta gos er frekar lítið en það er svo nálægt byggð að mér finnst líklegt, byggt á því sem við vitum til dæmis frá Holuhrauni, að fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og astma og lungnateppu gæti farið að finna fyrir auknum óþægindum og þurft að leita sér oftar lækniaðstoðar, eða kaupi meira af astmalyfjum.“ Fyrst og fremst sé um öndunarfæravandamál að ræða. „Svo hefur fólk kvartað undan ógleði, höfuðverkjum og hjartasjúkdómum,“ segir hún. Fólk með undirliggjandi vandamál sé útsettast en að gasið geti haft áhrif á alla. „Þetta á líka við um heilbrigð börn, því þau eru viðkvæmari fyrir loftmengun.“ Evgenia segir að gasmengun geti alltaf verið hættuleg og nefnir dæmi um eldfjallið Aso í Japan sem er vinsæll ferðamannastaður. „Þar hafa orðið dauðsföll, þegar gasmengunin hefur lagst yfir útsýnispallinn. Í öllum tilfellum var það fólk sem er með astma og lét lífið nánast samstundis. Þannig að þar var tekin ákvörðun um að setja upp viðvörunarkerfi og svæðið þá rýmt þegar gasmengunin fer yfir mjög lítinn styrk sem heilbrigt fólk finnur ekki fyrir en getur sett fólk með undirliggjandi sjúkdóma í hættu. Það hafa ekki orðið fleiri sorgleg tilfelli eftir að þetta var sett upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Heilsa Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira