Sterkar vísbendingar um að eldfjallagasið muni hafa áhrif á heilsu fólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2021 19:00 Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds, hefur rannsakað eldfjallagas um allan heim. Hún hefur til dæmis starfað á Suðurskautslandinu, á Hawaii, í Japan, Nicaragua og víðar. Hún kom til landsins þegar óróapúlsinn hófst og hefur verið við rannsóknir við eldstöðvarnar undanfarnar vikur. Sterklega má gera ráð fyrir að eldfjallagasið úr Geldingadölum muni leiða til aukinna öndunarfærasjúkdóma, sérstaklega hjá fólki í nálægri byggð. Börn og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru sérstaklega útsett fyrir menguninni. Þetta segir Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds. Hún hefur rannsakað áhrif eldfjallagass á heilsu fólks um allan heim, og meðal annars hér heima í kjölfar eldgossins í Holuhrauni. Rannsóknin leiddi í ljós að mengunin hafði áhrif á heilsu fólks og telur hún flest benda til þess að sama verði upp á teningnum nú – ekki síst hve nálægt byggð gosið í Geldingadölum er. „Það lítur allt út fyrir það. Við vitum að gasið sem kemur upp úr gosinu hefur áhrif bæði til skamms tíma á heilsu fólks en líka líklega til langs tíma,” segir Evgenia. „Þetta gos er frekar lítið en það er svo nálægt byggð að mér finnst líklegt, byggt á því sem við vitum til dæmis frá Holuhrauni, að fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og astma og lungnateppu gæti farið að finna fyrir auknum óþægindum og þurft að leita sér oftar lækniaðstoðar, eða kaupi meira af astmalyfjum.“ Fyrst og fremst sé um öndunarfæravandamál að ræða. „Svo hefur fólk kvartað undan ógleði, höfuðverkjum og hjartasjúkdómum,“ segir hún. Fólk með undirliggjandi vandamál sé útsettast en að gasið geti haft áhrif á alla. „Þetta á líka við um heilbrigð börn, því þau eru viðkvæmari fyrir loftmengun.“ Evgenia segir að gasmengun geti alltaf verið hættuleg og nefnir dæmi um eldfjallið Aso í Japan sem er vinsæll ferðamannastaður. „Þar hafa orðið dauðsföll, þegar gasmengunin hefur lagst yfir útsýnispallinn. Í öllum tilfellum var það fólk sem er með astma og lét lífið nánast samstundis. Þannig að þar var tekin ákvörðun um að setja upp viðvörunarkerfi og svæðið þá rýmt þegar gasmengunin fer yfir mjög lítinn styrk sem heilbrigt fólk finnur ekki fyrir en getur sett fólk með undirliggjandi sjúkdóma í hættu. Það hafa ekki orðið fleiri sorgleg tilfelli eftir að þetta var sett upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Heilsa Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þetta segir Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds. Hún hefur rannsakað áhrif eldfjallagass á heilsu fólks um allan heim, og meðal annars hér heima í kjölfar eldgossins í Holuhrauni. Rannsóknin leiddi í ljós að mengunin hafði áhrif á heilsu fólks og telur hún flest benda til þess að sama verði upp á teningnum nú – ekki síst hve nálægt byggð gosið í Geldingadölum er. „Það lítur allt út fyrir það. Við vitum að gasið sem kemur upp úr gosinu hefur áhrif bæði til skamms tíma á heilsu fólks en líka líklega til langs tíma,” segir Evgenia. „Þetta gos er frekar lítið en það er svo nálægt byggð að mér finnst líklegt, byggt á því sem við vitum til dæmis frá Holuhrauni, að fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og astma og lungnateppu gæti farið að finna fyrir auknum óþægindum og þurft að leita sér oftar lækniaðstoðar, eða kaupi meira af astmalyfjum.“ Fyrst og fremst sé um öndunarfæravandamál að ræða. „Svo hefur fólk kvartað undan ógleði, höfuðverkjum og hjartasjúkdómum,“ segir hún. Fólk með undirliggjandi vandamál sé útsettast en að gasið geti haft áhrif á alla. „Þetta á líka við um heilbrigð börn, því þau eru viðkvæmari fyrir loftmengun.“ Evgenia segir að gasmengun geti alltaf verið hættuleg og nefnir dæmi um eldfjallið Aso í Japan sem er vinsæll ferðamannastaður. „Þar hafa orðið dauðsföll, þegar gasmengunin hefur lagst yfir útsýnispallinn. Í öllum tilfellum var það fólk sem er með astma og lét lífið nánast samstundis. Þannig að þar var tekin ákvörðun um að setja upp viðvörunarkerfi og svæðið þá rýmt þegar gasmengunin fer yfir mjög lítinn styrk sem heilbrigt fólk finnur ekki fyrir en getur sett fólk með undirliggjandi sjúkdóma í hættu. Það hafa ekki orðið fleiri sorgleg tilfelli eftir að þetta var sett upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Heilsa Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?