Hvað verður um ráðherrann? Kona með geðhvörf rýnir í sjónvarpsþátt Dísa Bjarnadóttir skrifar 15. apríl 2021 14:00 Nýlega kom sjónvarpsþátturinn Ráðherrann í ríkissjónvarpið í Danmörku, þar sem ég bý, mér til mikillar gleði. Ég var búin að bíða spennt eftir að sjá þættina eftir að hafa lesið umfjallanir á íslensku vefmiðlunum og séð og heyrt viðtöl bæði við leikara og handritshöfunda. Reyndar var ég búin að bíða miklu lengur en það, ég heyrði fyrst að þessi þáttur væri á vinnslustigi árið 2015 þegar ég lenti á spjalli við einn handritshöfundanna. Við ræddum meðal annars geðhvörf og ýmislegt sem þeim viðkemur. Við vorum bæði miklir aðdáendur sjónvarpsþáttanna Homeland þar sem leikkonan Claire Danes leikur Carrie Mathison, sem berst við hryðjuverkamenn fyrir CIA en berst líka við sína eigin djöfla og hindranir, þá aðallega geðhvörf. Carrie hefur ákveðna snilligáfu sem nýtist vel hjá þeim í CIA og leggur mikið á sig, en hún hefur líka gert ýmislegt sem mætti teljast óviðeigandi, yfirleitt þegar hún er í maníu. Það vildi svo undarlega til að þegar ég átti þetta spjall við þennan tiltekna handritshöfund árið 2015 var ég sjálf á leiðinni upp í bullandi maníu. Hún byrjaði á því að ég fór að sofa minna; ég var að vinna í mörgum skapandi verkefnum á þessum tíma og ég fór að fá háleitari og háleitari hugmyndir um þessi verkefni og allar mínar hugmyndir. Ég fór að reykja meira, borða minna, drekka meira, hegða mér undarlegar og undarlegar. Mér fannst ákveðið fólk í kringum mig, fólk sem er mér kært, vera að kaffæra mig þegar þau sýndu umhyggjusemi eða áhyggjur og á milli þess sem ég þaut á milli staða í gleðikasti og geðhæð langaði mig samt að sleppa frá öllu áreiti og fara út í sveit og anda að mér ferska loftinu í friði og næði með mínum eigin hugsunum og hugmyndum. Eftir að hafa spilað rassinn úr buxunum og eytt of miklum pening lagðist ég loksins inn á geðdeild Landspítalans og þá tók við langur tími í að stilla mig af. Nú komum við aftur að Ráðherranum, þó að ég sé sein til leiks verð ég að fá að tjá mig bara aðeins. Félagi minn, Kristinn Rúnar, er þegar búinn að skrifa góðan pistil um Ráðherran þar sem hann kemst svo vel að orði með að atriðið þar sem ráðherrann reynir við aðstoðarkonu sína á óviðeigandi hátt og fróar sér um að „þetta hefði mátt gera öðruvísi“ atriði. En það sem ég átti erfiðast með að kyngja er hversu fljótt ráðherrann náðist niður úr maníunni. Hann finnst nær dauða en lífi uppi á fjalli, er flogið með sjúkraþyrlu í bæinn þar sem eiginkona hans nær að redda því að hann fái róandi og daginn eftir er hann bara kominn alveg niður á jörðina, ef ekki aðeins lengra, hann virðist vera þunglyndur. Þessum bita átti ég erfitt með að kyngja þar sem að mín persónulega reynsla af maníu - sem fór aldrei það langt að ég sæi ofsjónir (eins og Benedikt gerði með Ameríkanann í bílnum á leiðinni í réttirnar) heldur fékk „bara“ frábærar hugmyndir og hegðaði mér undarlega - tók nokkrar vikur að stilla mig rétt af með lyfjum til þess að ég kæmist úr maníunni, niður á jörðina. Þess vegna fannst mér svo ótrúverðugt þegar Benedikt læknast af sinni maníu einn tveir og tíu, með því að vera sprautaður niður. Ef Benedikt var virkilega á því stigi að sjá ofsjónir, hlýtur það að þýða hann var kominn í kröftugt geðrof og ég myndi halda að það þyrfti töluvert meira en eina sprautu til að stilla hann af. Ég stóð næstum því upp og klappaði þegar Benedikt ákvað að ávarpa alþjóð í beinni útsendingu og segjast vera með geðhvörf, en hugsaði líka með mér: „Hvað annað á maðurinn að gera? Hann er búinn að haga sér eins og hundrað prósent eins geðsjúklingur (sem ég má segja þar sem ég er það sjálf) fyrir framan alþjóð, til dæmis þegar hann tók kast í beinni útsendingu og fór að þvaðra samhengislaust um að borga eitthvað með legókubbum“. Hann væri samt ekki fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn til þess að hegða sér undarlega, svo kannski hefði hann getað gert eins og konan hans vildi, sagt ekki neinum neitt, og haldið áfram að fela það að hann væri með geðhvörf. Ég er fegin að hann gerði það ekki. Eftir 2015 maníuna mína fylgdi mikið og erfitt þunglyndi sem tók langan tíma fyrir mig að vinna mig upp úr, tvö skref áfram, eitt aftur á bak. Með hjálp góðs geðlæknis fann ég að lokum réttu blönduna af lyfjum og það hjálpaði mér mikið að komast í nýtt umhverfi þegar ég flutti til Danmerkur í byrjun árs 2017. Jafnvel samt í þessu nýja landi þurfti ég meiri svefn en margur og það var ekki fyrr en um vorið 2017 sem ég var komin á stað þar sem ég gat fúnkerað eins og aðrir, með átta til níu tíma svefn. Þess vegna er ég svona spennt að sjá hvernig lífið heldur áfram hjá Benedikt. Verandi orðinn þekktasti geðhvarfasjúklingur landsins. Ólafur Darri, aðalleikarinn, hefur sjálfur talað opinberlega um það að þurfa að notast við geðlyf og ég sé ekki annað en að Benedikt muni gera slíkt hið sama. Hann sagðist vilja hætta í pólitík og fara aftur að kenna. Ég er viss um að Benedikt yrði þessi kennari sem legði sig fram af ástríðu við að kenna og vinna launalaust í að þjálfa bæði Gettu Betur og ræðulið skólans. Eða þá að Benedikt myndi ferðast um landið og halda fyrirlestra um geðheilsu í framhaldsskólum, háskólum og vinnustöðum og jafnvel fara að vinna hjá Geðhjálp. Það gæti líka verið að Benedikt myndi fara langt, langt niður eftir þessa meiriháttar geðhæð. Ef til vill gæti jafnvel farið svo að Benedikt yrði óvinnufær í einhvern tíma og ef hjónabandi hans er virkilega lokið gæti verið að Benedikt þyrfti á örorkubótum að halda á meðan hann nær bata. Það getur verið að það tæki Benedikt styttri tíma en þau tvö ár sem það tók mig að ná bata, en ég veit að hann er einn af þeim sem kæmi tvíefldur til baka. Þá myndi ég svo gjarnan vilja sjá Benedikt komast aftur inn á þing vegna þess að það er alltaf þörf fyrir fleiri á þingi sem hafa reynt á eigin skinni hvernig er að berjast við geðsjúkdóm eða reyna að láta enda ná saman á örorkubótum. Höfundur er með geðhvörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Geðheilbrigði Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Nýlega kom sjónvarpsþátturinn Ráðherrann í ríkissjónvarpið í Danmörku, þar sem ég bý, mér til mikillar gleði. Ég var búin að bíða spennt eftir að sjá þættina eftir að hafa lesið umfjallanir á íslensku vefmiðlunum og séð og heyrt viðtöl bæði við leikara og handritshöfunda. Reyndar var ég búin að bíða miklu lengur en það, ég heyrði fyrst að þessi þáttur væri á vinnslustigi árið 2015 þegar ég lenti á spjalli við einn handritshöfundanna. Við ræddum meðal annars geðhvörf og ýmislegt sem þeim viðkemur. Við vorum bæði miklir aðdáendur sjónvarpsþáttanna Homeland þar sem leikkonan Claire Danes leikur Carrie Mathison, sem berst við hryðjuverkamenn fyrir CIA en berst líka við sína eigin djöfla og hindranir, þá aðallega geðhvörf. Carrie hefur ákveðna snilligáfu sem nýtist vel hjá þeim í CIA og leggur mikið á sig, en hún hefur líka gert ýmislegt sem mætti teljast óviðeigandi, yfirleitt þegar hún er í maníu. Það vildi svo undarlega til að þegar ég átti þetta spjall við þennan tiltekna handritshöfund árið 2015 var ég sjálf á leiðinni upp í bullandi maníu. Hún byrjaði á því að ég fór að sofa minna; ég var að vinna í mörgum skapandi verkefnum á þessum tíma og ég fór að fá háleitari og háleitari hugmyndir um þessi verkefni og allar mínar hugmyndir. Ég fór að reykja meira, borða minna, drekka meira, hegða mér undarlegar og undarlegar. Mér fannst ákveðið fólk í kringum mig, fólk sem er mér kært, vera að kaffæra mig þegar þau sýndu umhyggjusemi eða áhyggjur og á milli þess sem ég þaut á milli staða í gleðikasti og geðhæð langaði mig samt að sleppa frá öllu áreiti og fara út í sveit og anda að mér ferska loftinu í friði og næði með mínum eigin hugsunum og hugmyndum. Eftir að hafa spilað rassinn úr buxunum og eytt of miklum pening lagðist ég loksins inn á geðdeild Landspítalans og þá tók við langur tími í að stilla mig af. Nú komum við aftur að Ráðherranum, þó að ég sé sein til leiks verð ég að fá að tjá mig bara aðeins. Félagi minn, Kristinn Rúnar, er þegar búinn að skrifa góðan pistil um Ráðherran þar sem hann kemst svo vel að orði með að atriðið þar sem ráðherrann reynir við aðstoðarkonu sína á óviðeigandi hátt og fróar sér um að „þetta hefði mátt gera öðruvísi“ atriði. En það sem ég átti erfiðast með að kyngja er hversu fljótt ráðherrann náðist niður úr maníunni. Hann finnst nær dauða en lífi uppi á fjalli, er flogið með sjúkraþyrlu í bæinn þar sem eiginkona hans nær að redda því að hann fái róandi og daginn eftir er hann bara kominn alveg niður á jörðina, ef ekki aðeins lengra, hann virðist vera þunglyndur. Þessum bita átti ég erfitt með að kyngja þar sem að mín persónulega reynsla af maníu - sem fór aldrei það langt að ég sæi ofsjónir (eins og Benedikt gerði með Ameríkanann í bílnum á leiðinni í réttirnar) heldur fékk „bara“ frábærar hugmyndir og hegðaði mér undarlega - tók nokkrar vikur að stilla mig rétt af með lyfjum til þess að ég kæmist úr maníunni, niður á jörðina. Þess vegna fannst mér svo ótrúverðugt þegar Benedikt læknast af sinni maníu einn tveir og tíu, með því að vera sprautaður niður. Ef Benedikt var virkilega á því stigi að sjá ofsjónir, hlýtur það að þýða hann var kominn í kröftugt geðrof og ég myndi halda að það þyrfti töluvert meira en eina sprautu til að stilla hann af. Ég stóð næstum því upp og klappaði þegar Benedikt ákvað að ávarpa alþjóð í beinni útsendingu og segjast vera með geðhvörf, en hugsaði líka með mér: „Hvað annað á maðurinn að gera? Hann er búinn að haga sér eins og hundrað prósent eins geðsjúklingur (sem ég má segja þar sem ég er það sjálf) fyrir framan alþjóð, til dæmis þegar hann tók kast í beinni útsendingu og fór að þvaðra samhengislaust um að borga eitthvað með legókubbum“. Hann væri samt ekki fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn til þess að hegða sér undarlega, svo kannski hefði hann getað gert eins og konan hans vildi, sagt ekki neinum neitt, og haldið áfram að fela það að hann væri með geðhvörf. Ég er fegin að hann gerði það ekki. Eftir 2015 maníuna mína fylgdi mikið og erfitt þunglyndi sem tók langan tíma fyrir mig að vinna mig upp úr, tvö skref áfram, eitt aftur á bak. Með hjálp góðs geðlæknis fann ég að lokum réttu blönduna af lyfjum og það hjálpaði mér mikið að komast í nýtt umhverfi þegar ég flutti til Danmerkur í byrjun árs 2017. Jafnvel samt í þessu nýja landi þurfti ég meiri svefn en margur og það var ekki fyrr en um vorið 2017 sem ég var komin á stað þar sem ég gat fúnkerað eins og aðrir, með átta til níu tíma svefn. Þess vegna er ég svona spennt að sjá hvernig lífið heldur áfram hjá Benedikt. Verandi orðinn þekktasti geðhvarfasjúklingur landsins. Ólafur Darri, aðalleikarinn, hefur sjálfur talað opinberlega um það að þurfa að notast við geðlyf og ég sé ekki annað en að Benedikt muni gera slíkt hið sama. Hann sagðist vilja hætta í pólitík og fara aftur að kenna. Ég er viss um að Benedikt yrði þessi kennari sem legði sig fram af ástríðu við að kenna og vinna launalaust í að þjálfa bæði Gettu Betur og ræðulið skólans. Eða þá að Benedikt myndi ferðast um landið og halda fyrirlestra um geðheilsu í framhaldsskólum, háskólum og vinnustöðum og jafnvel fara að vinna hjá Geðhjálp. Það gæti líka verið að Benedikt myndi fara langt, langt niður eftir þessa meiriháttar geðhæð. Ef til vill gæti jafnvel farið svo að Benedikt yrði óvinnufær í einhvern tíma og ef hjónabandi hans er virkilega lokið gæti verið að Benedikt þyrfti á örorkubótum að halda á meðan hann nær bata. Það getur verið að það tæki Benedikt styttri tíma en þau tvö ár sem það tók mig að ná bata, en ég veit að hann er einn af þeim sem kæmi tvíefldur til baka. Þá myndi ég svo gjarnan vilja sjá Benedikt komast aftur inn á þing vegna þess að það er alltaf þörf fyrir fleiri á þingi sem hafa reynt á eigin skinni hvernig er að berjast við geðsjúkdóm eða reyna að láta enda ná saman á örorkubótum. Höfundur er með geðhvörf.
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun