Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. apríl 2021 11:27 „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, sagði á sama vettvangi í síðustu viku að transfólk upplifði oft fordóma í sundlaugum og við aðra íþróttaiðkun en Veiga segist ekki kannast við það. „Ég var byrjuð að fara í sund áður en ég fór í aðgerð og þá fór ég yfirleitt bara afsíðis og skipti um föt og fór í sturtu í sundbol,“ segir hún. Veiga segist sjálf ekki hafa viljað að nokkur maður sæi það sem hún hefði milli fótanna. „Ég held að við transfólk skömmumst okkar öll mjög mikið fyrir það sem við erum með þarna milli lappanna,“ útskýrir hún. „Ég var búin að fara í brjóstastækkun en ekki aðgerðina þannig að mín spegilmynd... ég var aldrei sátt við hana. Þannig að ég vildi ekki sjá þetta sjálf, hvað þá að sýna öðrum. En svo hef ég upplifað eftir ferlið, sérstaklega eftir að ég var búin að róa hringinn og myndin mín komin út þannig að fólk kannaðist við mig, að fólk er að gjóa augunum og skoða.“ Með hjartað í buxunum þegar dóttirin kallaði á pabba Veiga segist telja að um sé að ræða saklausa forvitni; að minnsta kosti sé það þannig sem hún taki augngotunum. Fólk sé hreinlega forvitið um það hvernig líkaminn lítur út eftir leiðréttingaraðgerð og hún kippi sér ekkert upp við það. Hún fór fyrst í kvennaklefann í Noregi. Þá var hún byrjuð í ferlinu og vildi ekki missa af því að fara með dóttur sinni í sund. Það tók nokkrar tilraunir, nokkrar ferðir framhjá sundlauginni, áður en hún komst alla leið inn. „Af því ég var bara með hjartað í buxunum, ég var svo hrædd. Svo fór ég nokkrum sinnum og það gekk bara rosalega vel,“ segir Veiga. Hún lýsir reyndar einu augnabliki þegar dóttir hennar kallaði á pabba sinn í sturtuklefanum. „Mig langaði að gufa upp en einu viðbrögðin sem ég fékk voru að konurnar brostu til mín.“ Veiga segist hafa heyrt sögur af fordómum í garð annarra trans einstaklinga og viðurkennir að sjálf sé hún ef til vill ónæmari en aðrir. Hún minnist þess meðal annars að hafa neitað því, spurð eftir fyrirlestur, að hún yrði vör við að fólk væri að horfa á sig. „En vinkona mín sem var með mér á þessum fyrirlestri og var að hlusta, hún rétti bara upp höndina og sagði: Veistu, fyrirgefðu Veiga, en það er stundum horft á þig. Þú tekur bara ekki eftir því vegna þess að þér er alveg sama.“ Verður helst vör við fordóma í tilhugalífinu Veiga segist raunar hafa orðið fyrir mestum fordómum í tilhugalífinu, frá samkynhneigðum konum. Þar segist hún hafa hætt að segja fólki frá því fyrirfram að hún væri trans. „Ég hvar búin að spjalla við konu í dágóðan tíma sem leist vel á mig og við áttum sameiginleg áhugamál og allt að ganga upp,“ segir hún um eitt skiptið. „Ég segi henni svo að ég sé trans og hún segir: Ekkert mál. En sendir mér skilaboð fimm mínútum seinna: Ég vil ekki tala meira.“ Veiga segir að það sé sín tilfinning að ekki sé um að ræða fordóma viðkomandi gagnvart trans fólki heldur ótta við fordóma annarra. Hún segist ekki verða vör við fordóma á Ísafirði, þar sem hún býr. Þá hefur hún starfað í ferðaþjónstu um nokkurt skeið og hafa komist að því að þrátt fyrir að hún sé að ferðast með fólk víðsvegar að, þá skipti það engu að hún sé trans. „Ég hef oft sagt að mestu fordómarnir sem ég hef upplifað voru mínir eigin fordómar. Það er að segja, ég var búin að gera öðrum upp fordóma í minn garð.“ Hinsegin Sundlaugar Mannréttindi Bítið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, sagði á sama vettvangi í síðustu viku að transfólk upplifði oft fordóma í sundlaugum og við aðra íþróttaiðkun en Veiga segist ekki kannast við það. „Ég var byrjuð að fara í sund áður en ég fór í aðgerð og þá fór ég yfirleitt bara afsíðis og skipti um föt og fór í sturtu í sundbol,“ segir hún. Veiga segist sjálf ekki hafa viljað að nokkur maður sæi það sem hún hefði milli fótanna. „Ég held að við transfólk skömmumst okkar öll mjög mikið fyrir það sem við erum með þarna milli lappanna,“ útskýrir hún. „Ég var búin að fara í brjóstastækkun en ekki aðgerðina þannig að mín spegilmynd... ég var aldrei sátt við hana. Þannig að ég vildi ekki sjá þetta sjálf, hvað þá að sýna öðrum. En svo hef ég upplifað eftir ferlið, sérstaklega eftir að ég var búin að róa hringinn og myndin mín komin út þannig að fólk kannaðist við mig, að fólk er að gjóa augunum og skoða.“ Með hjartað í buxunum þegar dóttirin kallaði á pabba Veiga segist telja að um sé að ræða saklausa forvitni; að minnsta kosti sé það þannig sem hún taki augngotunum. Fólk sé hreinlega forvitið um það hvernig líkaminn lítur út eftir leiðréttingaraðgerð og hún kippi sér ekkert upp við það. Hún fór fyrst í kvennaklefann í Noregi. Þá var hún byrjuð í ferlinu og vildi ekki missa af því að fara með dóttur sinni í sund. Það tók nokkrar tilraunir, nokkrar ferðir framhjá sundlauginni, áður en hún komst alla leið inn. „Af því ég var bara með hjartað í buxunum, ég var svo hrædd. Svo fór ég nokkrum sinnum og það gekk bara rosalega vel,“ segir Veiga. Hún lýsir reyndar einu augnabliki þegar dóttir hennar kallaði á pabba sinn í sturtuklefanum. „Mig langaði að gufa upp en einu viðbrögðin sem ég fékk voru að konurnar brostu til mín.“ Veiga segist hafa heyrt sögur af fordómum í garð annarra trans einstaklinga og viðurkennir að sjálf sé hún ef til vill ónæmari en aðrir. Hún minnist þess meðal annars að hafa neitað því, spurð eftir fyrirlestur, að hún yrði vör við að fólk væri að horfa á sig. „En vinkona mín sem var með mér á þessum fyrirlestri og var að hlusta, hún rétti bara upp höndina og sagði: Veistu, fyrirgefðu Veiga, en það er stundum horft á þig. Þú tekur bara ekki eftir því vegna þess að þér er alveg sama.“ Verður helst vör við fordóma í tilhugalífinu Veiga segist raunar hafa orðið fyrir mestum fordómum í tilhugalífinu, frá samkynhneigðum konum. Þar segist hún hafa hætt að segja fólki frá því fyrirfram að hún væri trans. „Ég hvar búin að spjalla við konu í dágóðan tíma sem leist vel á mig og við áttum sameiginleg áhugamál og allt að ganga upp,“ segir hún um eitt skiptið. „Ég segi henni svo að ég sé trans og hún segir: Ekkert mál. En sendir mér skilaboð fimm mínútum seinna: Ég vil ekki tala meira.“ Veiga segir að það sé sín tilfinning að ekki sé um að ræða fordóma viðkomandi gagnvart trans fólki heldur ótta við fordóma annarra. Hún segist ekki verða vör við fordóma á Ísafirði, þar sem hún býr. Þá hefur hún starfað í ferðaþjónstu um nokkurt skeið og hafa komist að því að þrátt fyrir að hún sé að ferðast með fólk víðsvegar að, þá skipti það engu að hún sé trans. „Ég hef oft sagt að mestu fordómarnir sem ég hef upplifað voru mínir eigin fordómar. Það er að segja, ég var búin að gera öðrum upp fordóma í minn garð.“
Hinsegin Sundlaugar Mannréttindi Bítið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira