Tveir menn höfðu verið saman á vélsleða þegar þeir óku fram af sex metra hárri brún og veltu sleðanum. Annar maðurinn varð undir en hinn slapp með skrekkinn.
Þetta staðfestir Halldór Óli Hjálmarsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar á Ísafirði, í samtali við fréttastofu. Hann segir að erfitt hafi verið fyrir björgunarsveitarmenn að komast að slysstað og því hafi aðgerðin tekið svo langan tíma.
Nú vinna björgunarsveitarmenn að því að koma hinum slasaða aftur upp á brúnina sem hann féll niður af en það er talið auðveldara heldur en að fara með hann niður fjallið á veginn þar. Þegar því verður lokið mun honum vera ekið á björgunarsveitarjeppa upp á gömlu Breiðdalsheiðina þar sem sjúkrabíll bíður eftir honum og verður honum ekið þaðan á sjúkrahúsið á Ísafirði.