Sama hvaðan gott kemur? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. apríl 2021 10:02 Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar