Að gjamma burt veiruna Sigurður Albert Ármannsson skrifar 8. apríl 2021 15:00 Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun