Af viðstöddum að dæma greip um sig mikill ótti á meðal fólks meðan á átökunum stóð. Komið hefur fram í máli veitingastjóra staðarins að slagsmálunum hafi lokið jafnskjótt og þau hófust. Ekki hefur komið fram við hvaða vopn var notast.
Eftir atburðarásina yfirgaf árásarmaðurinn staðinn og var svo handtekinn stundu síðar í miðbænum. Hann er í haldi lögreglu og rannsókn málsins er á frumstigi. Hinn grunaði er á þrítugsaldri.
Í frétt Vísis í gær kom fram að hinn grunaði og þeir sem voru í fylgd með honum hafi strax látið sig hverfa af staðnum. Þeir sem slógust voru saman úti að borða.
