Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 14:24 Guðmundur Ingi Kristinsson segir að ef einhver efast um lögmæti aðgerða stjórnmála þá eigi það að fara fyrir dómstóla, ekki fyrir velferðarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. „Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
„Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira