Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 08:25 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Geldingadali til að sjá eldgosið, sem þykir mikið sjónarspil. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu. „Mér líst bara vel á daginn, það er gott veður. Það er útlit fyrir góðan dag til göngu. Þú fengir ekki betri dag á þessum árstíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi og bætir því við að milt sé í veðri og sólin hafi farið að láta sjá sig snemma í morgun. Hann segir að ekki jafn margir hafi verið mættir fyrir opnun og í gær. Hann taldi þó tugi bíla á svæðinu við opnun. „Maður þorir ekki að segja það upphátt, en kannski er að nást eitthvað jafnvægi í þetta,“ segir Gunnar. Hann bendir á að bílastæðin á svæðinu hafi ekki fyllst á neinum tímapunkti í gær. Umferðin hafi verið jöfn. Þá telur hann að rútuferðir úr Grindavík og að upphafi gönguleiðarinnar, spili þar inn í. „Eftir því sem leið á daginn voru rúturnar notaðar meira og meira. Það skilar því að færri bílar fara inn á svæðið, það hjálpar. Virðist vera úrræði sem virkar vel,“ segir Gunnar og kveðst ánægður með úrræðið. Fyrsta reynsla af því lofi að minnsta kosti góðu. Gærdagurinn slysalaus Gunnar segir þá að líkt og í fyrradag, hafi gærdagurinn í raun verið slysalaus meðan bjart var. Hins vegar hafi verið eitthvað um minni háttar slys og erfiðleika á gönguleiðinni þegar komið var myrkur. „Þá fóru að koma upp einhver tilfelli um gönguhnjask og þreytu. Svo þurftum við að aðstoða einn eða tvo astmasjúklinga, en það var ekkert alvarlegt. Annars var þetta mjög góður dagur í gær.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira
„Mér líst bara vel á daginn, það er gott veður. Það er útlit fyrir góðan dag til göngu. Þú fengir ekki betri dag á þessum árstíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi og bætir því við að milt sé í veðri og sólin hafi farið að láta sjá sig snemma í morgun. Hann segir að ekki jafn margir hafi verið mættir fyrir opnun og í gær. Hann taldi þó tugi bíla á svæðinu við opnun. „Maður þorir ekki að segja það upphátt, en kannski er að nást eitthvað jafnvægi í þetta,“ segir Gunnar. Hann bendir á að bílastæðin á svæðinu hafi ekki fyllst á neinum tímapunkti í gær. Umferðin hafi verið jöfn. Þá telur hann að rútuferðir úr Grindavík og að upphafi gönguleiðarinnar, spili þar inn í. „Eftir því sem leið á daginn voru rúturnar notaðar meira og meira. Það skilar því að færri bílar fara inn á svæðið, það hjálpar. Virðist vera úrræði sem virkar vel,“ segir Gunnar og kveðst ánægður með úrræðið. Fyrsta reynsla af því lofi að minnsta kosti góðu. Gærdagurinn slysalaus Gunnar segir þá að líkt og í fyrradag, hafi gærdagurinn í raun verið slysalaus meðan bjart var. Hins vegar hafi verið eitthvað um minni háttar slys og erfiðleika á gönguleiðinni þegar komið var myrkur. „Þá fóru að koma upp einhver tilfelli um gönguhnjask og þreytu. Svo þurftum við að aðstoða einn eða tvo astmasjúklinga, en það var ekkert alvarlegt. Annars var þetta mjög góður dagur í gær.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira