Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2021 10:35 Logi Einarsson formaður Flokksins skoðar Facebooksíðu flokks síns og honum líst ekki á blikuna. vísir/vilhelm „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. Nýjar reglur um samskipti í lokuðum Facebook-hópi Samfylkingarinnar tóku gildi í gærmorgun. Þeim reglum var fylgt úr hlaði með yfirlýsingu frá stjórn Samfylkingarinnar. „Því er ekki að neita að stundum fara umræður út fyrir það sem eðlilegt er og æskilegt í svona hópi. Þar er átt við óviðeigandi ummæli um aðra félaga í hópnum, virðingarleysi, dónaskap og jafnvel einelti,“ segir í yfirlýsingunni. Samfylkingin hefur farið þá leið, í nafni friðar innan flokks að uppstillingarnefnd raði fólki á lista fremur en að fram fari prófkjör með tilheyrandi innbyrðist vígaferlum. En forystu flokksins hefur ekki orðið að ósk sinni því allt hefur logað, meðal annars hvernig til hefur tekist með uppstillinguna. Nú vill forystan stilla til friðar þar með því að herða tökin. Í yfirlýsingunni er nefnt að nokkur fjöldi félaga hafi komið þeirri skoðun sinni á framfæri við forystufólk í flokknum að grípa yrði í taumana og setja hópnum reglur sem „hygla samskiptum sem byggja á málefnum og virðingu fyrir skoðunum annarra, á kostnað dónaskapar, ásakana og almennt óviðeigandi ummæla,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem framkvæmdastjórinn Kjartan Valgarðsson birtir. Hæðnisfullar athugasemdir bannaðar Einhverjir munu hafa talað fyrir því að loka ætti hópnum og þá vísað í fordæmi annarra flokka sem ýmist eru að taka rækilega til í sínum hópi, eins og Píratar, eða eru ekki með sambærilega hópa, heldur eingöngu opinbera og opna Facebook síðu. Kjartan Valgarðsson er formaður framkvæmdastjórnar flokksins og stjórnar hertum aðgerðum á Facebook.aðsend „Okkur er ljóst að allt orkar tvímælis þá gert er. Okkur er ljóst að línan milli þess sem er viðeigandi og óviðeigandi, æskilegt og óæskilegt, uppbyggjandi og niðurrífandi, er ekki skýr. Það breytir ekki því að flokkurinn ber ábyrgð á því sem fram fer innan hans eigin veggja,“ segir í yfirlýsingunni. Reglurnar sem settar hafa verið eru eftirfarandi: 1. Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist. 2. Stjórnendur eru 6 starfsmenn flokksins auk 6 fulltrúa í framkvæmdastjórn, kosinna á landsfundi sbr. gr. 8.03 í lögum flokksins. 3. Reglunum skal komið skýrt á framfæri í Facebook hópnum. Þar skal vera hlekkur á siðareglur flokksins og áberandi tilmæli til þeirra sem þar eru að þeir geti komið athugasemdum og kvörtunum á framfæri við stjórnendur með því að senda póst á samfylking@samfylking.is. 4. Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdir við upphafsinnlegg: • Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar. • Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu. • Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það. • Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar. • Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar. • Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft. • Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar. Skrifum og athugasemdum sem brjóta gegn þessum reglum verður eytt og höfundar þeirra eiga á hættu á að verða útilokaðir frá hópnum. Minnt er á siðareglur flokksins. Samfélag okkar er á ábyrgð okkar allra – verum gott samfélag! Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn. Reglurnar taka gildi miðvikudaginn 31. mars kl. 9. Hörð gagnrýni á stjórnendur Vísir hefur rætt við nokkra félaga í Samfylkingunni sem telja þetta afar misráðið og til marks um að örvænting hafi gripið um sig í herbúðum flokksins. Og Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, birti pistil í hópnum áður en hinar takmarkandi reglur tóku gildi; síðustu forvöð til að tjá sig „án sérstaks leyfis fáeinna einstaklinga,“ segir Karl. Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi er varaformaður Samfylkingarinnar en verksvið varaformanns er meðal annars að huga að innra starfi flokksins.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóranum sýnist sem ákveðin tilhneiging hafi verið uppi í flokknum hina seinni mánuði. Og nefnir þrjú atriði: Klíkuaðferðum við val á framboðslista í stærstu kjördæmunum, þar sem fáir ákveða í stað nokkurra þúsunda. Úthringingar þar sem fólki er boðið að fyrra bragði að fara úr flokknum. Karl segir að um þetta séu allnokkur dæmi og óútskýrt hvað búi að baki. „Loks með því að takmarka skoðanaskipti hér við það sem enn þrengri hópi þykir viðurkvæmilegt og viðeigandi, eða bara smekklegt.“ Varnarviðbrögð hins óttaslegna Karl heldur áfram og með vöndinn á lofti: „Stórir flokkar eru eðli máls samkvæmt opnir og lýðræðislegir. Þar leyfast skoðanaskipti, jafnvel harkaleg og jafnvel um einstaklinga. Litlir flokkar eru þröngir og lokaðir. Þar eru sjónarmið útilokuð og fólki úthýst.“ Karl leggur til að félagar setji upp í tímalínu framboðsmál flokksins í Reykjavík og fylgistap. Fjögur til fimm prósentustig í hverri könnun á fætur annarri er staðfest og raunverulegt fylgistap. „Engin heimsins meðvirkni og sjálfhælni, útilokanir og hömlur á tjáningu breyta þessu. Þau eru varnarviðbrögð hins óttaslegna, ekki flokks með sjálfstraust.“ Samfélagsmiðlar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Nýjar reglur um samskipti í lokuðum Facebook-hópi Samfylkingarinnar tóku gildi í gærmorgun. Þeim reglum var fylgt úr hlaði með yfirlýsingu frá stjórn Samfylkingarinnar. „Því er ekki að neita að stundum fara umræður út fyrir það sem eðlilegt er og æskilegt í svona hópi. Þar er átt við óviðeigandi ummæli um aðra félaga í hópnum, virðingarleysi, dónaskap og jafnvel einelti,“ segir í yfirlýsingunni. Samfylkingin hefur farið þá leið, í nafni friðar innan flokks að uppstillingarnefnd raði fólki á lista fremur en að fram fari prófkjör með tilheyrandi innbyrðist vígaferlum. En forystu flokksins hefur ekki orðið að ósk sinni því allt hefur logað, meðal annars hvernig til hefur tekist með uppstillinguna. Nú vill forystan stilla til friðar þar með því að herða tökin. Í yfirlýsingunni er nefnt að nokkur fjöldi félaga hafi komið þeirri skoðun sinni á framfæri við forystufólk í flokknum að grípa yrði í taumana og setja hópnum reglur sem „hygla samskiptum sem byggja á málefnum og virðingu fyrir skoðunum annarra, á kostnað dónaskapar, ásakana og almennt óviðeigandi ummæla,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem framkvæmdastjórinn Kjartan Valgarðsson birtir. Hæðnisfullar athugasemdir bannaðar Einhverjir munu hafa talað fyrir því að loka ætti hópnum og þá vísað í fordæmi annarra flokka sem ýmist eru að taka rækilega til í sínum hópi, eins og Píratar, eða eru ekki með sambærilega hópa, heldur eingöngu opinbera og opna Facebook síðu. Kjartan Valgarðsson er formaður framkvæmdastjórnar flokksins og stjórnar hertum aðgerðum á Facebook.aðsend „Okkur er ljóst að allt orkar tvímælis þá gert er. Okkur er ljóst að línan milli þess sem er viðeigandi og óviðeigandi, æskilegt og óæskilegt, uppbyggjandi og niðurrífandi, er ekki skýr. Það breytir ekki því að flokkurinn ber ábyrgð á því sem fram fer innan hans eigin veggja,“ segir í yfirlýsingunni. Reglurnar sem settar hafa verið eru eftirfarandi: 1. Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist. 2. Stjórnendur eru 6 starfsmenn flokksins auk 6 fulltrúa í framkvæmdastjórn, kosinna á landsfundi sbr. gr. 8.03 í lögum flokksins. 3. Reglunum skal komið skýrt á framfæri í Facebook hópnum. Þar skal vera hlekkur á siðareglur flokksins og áberandi tilmæli til þeirra sem þar eru að þeir geti komið athugasemdum og kvörtunum á framfæri við stjórnendur með því að senda póst á samfylking@samfylking.is. 4. Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdir við upphafsinnlegg: • Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar. • Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu. • Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það. • Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar. • Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar. • Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft. • Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar. Skrifum og athugasemdum sem brjóta gegn þessum reglum verður eytt og höfundar þeirra eiga á hættu á að verða útilokaðir frá hópnum. Minnt er á siðareglur flokksins. Samfélag okkar er á ábyrgð okkar allra – verum gott samfélag! Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn. Reglurnar taka gildi miðvikudaginn 31. mars kl. 9. Hörð gagnrýni á stjórnendur Vísir hefur rætt við nokkra félaga í Samfylkingunni sem telja þetta afar misráðið og til marks um að örvænting hafi gripið um sig í herbúðum flokksins. Og Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, birti pistil í hópnum áður en hinar takmarkandi reglur tóku gildi; síðustu forvöð til að tjá sig „án sérstaks leyfis fáeinna einstaklinga,“ segir Karl. Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi er varaformaður Samfylkingarinnar en verksvið varaformanns er meðal annars að huga að innra starfi flokksins.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóranum sýnist sem ákveðin tilhneiging hafi verið uppi í flokknum hina seinni mánuði. Og nefnir þrjú atriði: Klíkuaðferðum við val á framboðslista í stærstu kjördæmunum, þar sem fáir ákveða í stað nokkurra þúsunda. Úthringingar þar sem fólki er boðið að fyrra bragði að fara úr flokknum. Karl segir að um þetta séu allnokkur dæmi og óútskýrt hvað búi að baki. „Loks með því að takmarka skoðanaskipti hér við það sem enn þrengri hópi þykir viðurkvæmilegt og viðeigandi, eða bara smekklegt.“ Varnarviðbrögð hins óttaslegna Karl heldur áfram og með vöndinn á lofti: „Stórir flokkar eru eðli máls samkvæmt opnir og lýðræðislegir. Þar leyfast skoðanaskipti, jafnvel harkaleg og jafnvel um einstaklinga. Litlir flokkar eru þröngir og lokaðir. Þar eru sjónarmið útilokuð og fólki úthýst.“ Karl leggur til að félagar setji upp í tímalínu framboðsmál flokksins í Reykjavík og fylgistap. Fjögur til fimm prósentustig í hverri könnun á fætur annarri er staðfest og raunverulegt fylgistap. „Engin heimsins meðvirkni og sjálfhælni, útilokanir og hömlur á tjáningu breyta þessu. Þau eru varnarviðbrögð hins óttaslegna, ekki flokks með sjálfstraust.“
Reglurnar sem settar hafa verið eru eftirfarandi: 1. Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist. 2. Stjórnendur eru 6 starfsmenn flokksins auk 6 fulltrúa í framkvæmdastjórn, kosinna á landsfundi sbr. gr. 8.03 í lögum flokksins. 3. Reglunum skal komið skýrt á framfæri í Facebook hópnum. Þar skal vera hlekkur á siðareglur flokksins og áberandi tilmæli til þeirra sem þar eru að þeir geti komið athugasemdum og kvörtunum á framfæri við stjórnendur með því að senda póst á samfylking@samfylking.is. 4. Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdir við upphafsinnlegg: • Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar. • Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu. • Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það. • Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar. • Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar. • Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft. • Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar.
Samfélagsmiðlar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira