Blaðamaðurinn, Patrícia Campos Mello, hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir skrif sín í dagblaðið Folha de S. Paulo en umfjöllunin sem forsetinn vísað til var um samtök sem dreifðu áróðri um andstæðinga hans í aðdraganda forsetakosninganna árið þar í landi 2018. Gaf Bolsonaro í skyn að hún hefði boðið kynlíf í skiptum fyrir neikvæðar upplýsingar um sig.
Áður hafði Eduardo, sonur Bolsonaro, sagt Mello hafa reynt að tæla heimildarmann í því skyni að tryggja sér neikvæðar upplýsingar um föður sinn. Var hann einnig dæmdur til þess að greiða henni bætur vegna ummælanna að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.
Bolsonaro þarf að greiða Mello 445 þúsund íslenskra króna vegna ummælanna, en í færslu á Twitter-síðu sinni sagði hún ákvörðun dómarans vera sigur fyrir allar konur. Samtök sem starfa gegn áreiti í garð blaðamanna sagði þetta gleðiefni og „frábæran dag“ fyrir kvenkyns fréttamenn í landinu.
Justiça condena Bolsonaro a indenizar repórter da Folha por danos morais - Juíza considerou que presidente é culpado por realizar ofensas de cunho sexual contra Patrícia Campos Mello - decisão, em primeira instância, é vitória pra todas nós, mulheres https://t.co/8wYgYgW8Fd
— Patricia Campos Mello (@camposmello) March 27, 2021