Hinn 26 ára gamli Mitrovic gerði fyrra mark Serba í endurkomunni gegn Portúgal en leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir að Portúgal hafði komist í 0-2.
Þetta var 39.mark Mitrovic fyrir serbneska landsliðið og sló hann þar með met Stjepan Bobek sem hafði staðið frá árinu 1954.
Partizan goðsögnin Bobek skoraði 38 mörk fyrir Júgóslavíu á árunum 1946-1956.
Aleksandar Mitrovic in tears during his post game when talking about breaking Serbia's goal scoring record.
— Serbian Football (@SerbianFooty) March 27, 2021
What heart & love for the shirt!
Record setter at age 26, not too bad. pic.twitter.com/nt2dldETJo
Mitrovic, sem leikur fyrir enska úrvalsdeildarliðið Fulham, hefur skorað mörkin 39 í 63 leikjum fyrir Serba en hann hóf að leika fyrir A-landsliðið árið 2013, þá 19 ára gamall.