Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2021 14:45 Tæplega fimm hundruð manns lögðu leið sína að eldstöðvunum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. Lögreglumaður á Suðurnesjum segir að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs en hann biðlar til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í morgun kvartaði göngufólk yfir óþægindum vegna mengunar á gönguleiðinni að Geldingadal. Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum búin að gera breytingu á gönguleiðinni. Hún er nú tekin með fram Borgarfjalli og aðeins vestar og á öðrum stað er farið upp á Fagradalsfjall til þess að vera ekki í beinni línu við reykinn. Þetta voru svona síðustu aðgerðir hjá okkur.“ Stranglega er bannað að vera nærri gígnum. „Við erum með fólk sem sinnir gæslu þarna. Þeir sem eru að labba upp eftir eru beðnir um að hlíða björgunarsveitarfólki og lögreglumönnum og vera á tryggu svæði. Þetta er staðan eins og hún er núna.“ Í kvöld skellur á norðanhvassviðri. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur rýnir í veðrið. „Það er vaxandi norðan og norðaustanátt á svæðinu og það mun þykkna upp síðdegis. Búast má við því að það fari að snjóa. Í kvöld og í nótt verður norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skyggni. Þá verður ekkert útivistarveður,“ sagði Helga. Hjálmar segir að sökum þessa gæti komið til lokunar í kvöld. Fjölmenni er á svæðinu og bílastæðavandi hefur skapast. Í gær lögðu tæplega fimm þúsund manns leið sína að gosinu samkvæmt talningu Ferðamálstofu. Hjálmar segir að hópsýkingar breska afbrigðisins og nýjar sóttvarnarreglur flæki málin. „Ég vil biðja fólk um að virða tveggja metra regluna þó það sé undir berum himni. Um að virða reglur um hópmyndun og annað. Það sækir að okkur hætta á fleiri stöðum en gasinu. Fólk verður að hafa COVID í huga líka.“ Hópur manna frá neyðarlínunni er á gosstöðvunum og mun í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin tryggja fjarskipti á gossvæðinu. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Lögreglumaður á Suðurnesjum segir að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs en hann biðlar til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í morgun kvartaði göngufólk yfir óþægindum vegna mengunar á gönguleiðinni að Geldingadal. Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum búin að gera breytingu á gönguleiðinni. Hún er nú tekin með fram Borgarfjalli og aðeins vestar og á öðrum stað er farið upp á Fagradalsfjall til þess að vera ekki í beinni línu við reykinn. Þetta voru svona síðustu aðgerðir hjá okkur.“ Stranglega er bannað að vera nærri gígnum. „Við erum með fólk sem sinnir gæslu þarna. Þeir sem eru að labba upp eftir eru beðnir um að hlíða björgunarsveitarfólki og lögreglumönnum og vera á tryggu svæði. Þetta er staðan eins og hún er núna.“ Í kvöld skellur á norðanhvassviðri. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur rýnir í veðrið. „Það er vaxandi norðan og norðaustanátt á svæðinu og það mun þykkna upp síðdegis. Búast má við því að það fari að snjóa. Í kvöld og í nótt verður norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skyggni. Þá verður ekkert útivistarveður,“ sagði Helga. Hjálmar segir að sökum þessa gæti komið til lokunar í kvöld. Fjölmenni er á svæðinu og bílastæðavandi hefur skapast. Í gær lögðu tæplega fimm þúsund manns leið sína að gosinu samkvæmt talningu Ferðamálstofu. Hjálmar segir að hópsýkingar breska afbrigðisins og nýjar sóttvarnarreglur flæki málin. „Ég vil biðja fólk um að virða tveggja metra regluna þó það sé undir berum himni. Um að virða reglur um hópmyndun og annað. Það sækir að okkur hætta á fleiri stöðum en gasinu. Fólk verður að hafa COVID í huga líka.“ Hópur manna frá neyðarlínunni er á gosstöðvunum og mun í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin tryggja fjarskipti á gossvæðinu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50
Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44
Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06