Meðlag, skuldagildra? Ottó Sverrisson skrifar 25. mars 2021 10:30 Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun