Innlent

Réðst á konu og var svo mættur fyrir utan hús hennar skömmu síðar

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi karlmann sem hafði kýlt konu í andlitið í miðborg Reykjavíkur og svo farið af vettvangi. Skömmu síðar tilkynnti konan að árásarmaðurinn væri mættur fyrir framan hús hennar.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Upphaflega var tilkynnt um líkamsárásina upp úr klukkan 17:30.

Upp úr klukkan 20 var tilkynnt um þjófnað út verslun í hverfi 110. Þar hafði ölvuð eldri kona reynt að yfirgefa verslunina með kerru fulla af vörum sem hún hafði ekki greitt fyrir. Lögregla hafði afskipti af konunni og var skýrsla rituð um málið.

Þá segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um bíl í hverfi 109 skömmu fyrir klukkan 1 í nótt. Eigandinn hafði þar verið að gera við bílinn þegar eldur kviknaði í vélarrými. Eigandinn var búinn að slökkva með handslökkvitæki er lögregla kom á vettvang og voru ekki miklar skemmdir sjáanlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×