Dorrit vill koma á fót tónlistarhátíð í Geldingadal Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2021 16:14 Dorrit hefur varpað fram hinni frumlegu hugmynd að í Geldingahrauni megi halda alþjóðlega tónlistarhátíð. Ólafur Ragnar eiginmaður hennar auglýsir eftir hugmyndum á Twitter. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti auglýsir eftir nafni á hátíðina. Volstock er efst á blaði. Fyrrum forsetahjón, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, hafa augun á gosstað og urðu fyrir miklum áhrifum eins og svo margir sem lagt hafa leið sína í Geldingahraun. Dorrit fékk einskonar vitrun; sá fyrir sér að þarna væri ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóðlega tónlistarhátíð. Dorrit, sem er ávallt með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, setur meðal annars myllumerki, eða hið svokallaða hashtag, við hugmyndina og mynd á Instagram og tengir við Inspird by Iceland. Ekkert geldingalegt við þessa hugmynd og hlýtur að verða tekin til umfjöllunar á væntanlegum fundi þeirra sem eiga landið þar sem nú gýs. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar, sem lætur miklar hugmyndir ekki flækjast of mikið fyrir sér eftir að hafa meðal annars ýtt Norðurslóðaverkefninu úr vör, grípur boltann á lofti. Hann segir á Twitterreikningi sínum að mynd sem Dorrit birti með hugmynd sinni hafi notið mikillar og alþjóðlegrar athygli. Því sé ekki úr vegi að auglýsa eftir nafngift á hátíðina sem Ólafur Ragnar og Dorrit sjá fyrir sér að gæti orðið árlegur viðburður og dregið að þúsundir. In the light of the great global reaction to this photo #Dorrit has proposed on her #Instagram an annual musical folk festival close to the new volcano. Competition for the name of the festival now open here. One suggestion: Volstock, inspired by the famous festival. Your ideas? pic.twitter.com/LNM1lvIqjl— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) March 24, 2021 Ólafur Ragnar nefnir að þegar sé ein hugmynd komin fram: Volstock, sem er þá einskonar samruni Volcano og Woodstock-hátíðarinnar frægu. Forsetinn fyrrverandi kallar eftir fleiri hugmyndum á Instagramreikningi sínum og ekki stendur á svörum. Svo virðist sem ákaflega margir sjái möguleikana í þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Forseti Íslands Tónlist Samfélagsmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Fyrrum forsetahjón, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, hafa augun á gosstað og urðu fyrir miklum áhrifum eins og svo margir sem lagt hafa leið sína í Geldingahraun. Dorrit fékk einskonar vitrun; sá fyrir sér að þarna væri ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóðlega tónlistarhátíð. Dorrit, sem er ávallt með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, setur meðal annars myllumerki, eða hið svokallaða hashtag, við hugmyndina og mynd á Instagram og tengir við Inspird by Iceland. Ekkert geldingalegt við þessa hugmynd og hlýtur að verða tekin til umfjöllunar á væntanlegum fundi þeirra sem eiga landið þar sem nú gýs. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar, sem lætur miklar hugmyndir ekki flækjast of mikið fyrir sér eftir að hafa meðal annars ýtt Norðurslóðaverkefninu úr vör, grípur boltann á lofti. Hann segir á Twitterreikningi sínum að mynd sem Dorrit birti með hugmynd sinni hafi notið mikillar og alþjóðlegrar athygli. Því sé ekki úr vegi að auglýsa eftir nafngift á hátíðina sem Ólafur Ragnar og Dorrit sjá fyrir sér að gæti orðið árlegur viðburður og dregið að þúsundir. In the light of the great global reaction to this photo #Dorrit has proposed on her #Instagram an annual musical folk festival close to the new volcano. Competition for the name of the festival now open here. One suggestion: Volstock, inspired by the famous festival. Your ideas? pic.twitter.com/LNM1lvIqjl— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) March 24, 2021 Ólafur Ragnar nefnir að þegar sé ein hugmynd komin fram: Volstock, sem er þá einskonar samruni Volcano og Woodstock-hátíðarinnar frægu. Forsetinn fyrrverandi kallar eftir fleiri hugmyndum á Instagramreikningi sínum og ekki stendur á svörum. Svo virðist sem ákaflega margir sjái möguleikana í þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Forseti Íslands Tónlist Samfélagsmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49