Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 18:15 Farþegar sem koma til landsins þurfa að fara í tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví á milli. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi vestra í dag. Þar segir að lögregla hafi um helgina haft afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum við almennt eftirlit. Ferðamennirnir, sem áttu að vera í sóttkví, hafi farið í fyrri skimun á landamærum og haldið í sumarbústað í umdæminu. „Höfðu þeir þrátt fyrir að hafa kynnt sér allar reglur hvað varðar sóttkvíar, farið í ferðir út frá bústaðnum á bifreið og meðal annars farið á skíði. Það skal tekið fram að það var þó ekki á meðal almennings,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá hafi ferðamennirnir átt bókað flug til sins heimalands degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Ferðamennirnir greiddu hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt vegna brotsins. Um helgina hafði lögreglan á Norðurlandi vestra, við almennt eftirlit, afskipti af tveim erlendum ferðamönnum sem áttu...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Mánudagur, 22. mars 2021 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í dag yfir áhyggjum af stöðunni á landamærum. Hann sagði í viðtali við Reykjavík síðdegisað fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur. Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar stóð að ferðamennirnir hefðu átt bókað flug heim degi fyrir seinni skimun. Hið rétta er, samkvæmt færslu lögreglu á Norðurlandi vestra, að flugið var bókað einum degi eftir að niðurstöður úr seinni skimun áttu að liggja fyrir. Það hefur verið leiðrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56 Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi vestra í dag. Þar segir að lögregla hafi um helgina haft afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum við almennt eftirlit. Ferðamennirnir, sem áttu að vera í sóttkví, hafi farið í fyrri skimun á landamærum og haldið í sumarbústað í umdæminu. „Höfðu þeir þrátt fyrir að hafa kynnt sér allar reglur hvað varðar sóttkvíar, farið í ferðir út frá bústaðnum á bifreið og meðal annars farið á skíði. Það skal tekið fram að það var þó ekki á meðal almennings,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá hafi ferðamennirnir átt bókað flug til sins heimalands degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Ferðamennirnir greiddu hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt vegna brotsins. Um helgina hafði lögreglan á Norðurlandi vestra, við almennt eftirlit, afskipti af tveim erlendum ferðamönnum sem áttu...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Mánudagur, 22. mars 2021 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í dag yfir áhyggjum af stöðunni á landamærum. Hann sagði í viðtali við Reykjavík síðdegisað fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur. Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar stóð að ferðamennirnir hefðu átt bókað flug heim degi fyrir seinni skimun. Hið rétta er, samkvæmt færslu lögreglu á Norðurlandi vestra, að flugið var bókað einum degi eftir að niðurstöður úr seinni skimun áttu að liggja fyrir. Það hefur verið leiðrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56 Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Sjá meira
Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56
Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15