Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 18:15 Farþegar sem koma til landsins þurfa að fara í tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví á milli. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi vestra í dag. Þar segir að lögregla hafi um helgina haft afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum við almennt eftirlit. Ferðamennirnir, sem áttu að vera í sóttkví, hafi farið í fyrri skimun á landamærum og haldið í sumarbústað í umdæminu. „Höfðu þeir þrátt fyrir að hafa kynnt sér allar reglur hvað varðar sóttkvíar, farið í ferðir út frá bústaðnum á bifreið og meðal annars farið á skíði. Það skal tekið fram að það var þó ekki á meðal almennings,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá hafi ferðamennirnir átt bókað flug til sins heimalands degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Ferðamennirnir greiddu hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt vegna brotsins. Um helgina hafði lögreglan á Norðurlandi vestra, við almennt eftirlit, afskipti af tveim erlendum ferðamönnum sem áttu...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Mánudagur, 22. mars 2021 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í dag yfir áhyggjum af stöðunni á landamærum. Hann sagði í viðtali við Reykjavík síðdegisað fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur. Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar stóð að ferðamennirnir hefðu átt bókað flug heim degi fyrir seinni skimun. Hið rétta er, samkvæmt færslu lögreglu á Norðurlandi vestra, að flugið var bókað einum degi eftir að niðurstöður úr seinni skimun áttu að liggja fyrir. Það hefur verið leiðrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56 Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi vestra í dag. Þar segir að lögregla hafi um helgina haft afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum við almennt eftirlit. Ferðamennirnir, sem áttu að vera í sóttkví, hafi farið í fyrri skimun á landamærum og haldið í sumarbústað í umdæminu. „Höfðu þeir þrátt fyrir að hafa kynnt sér allar reglur hvað varðar sóttkvíar, farið í ferðir út frá bústaðnum á bifreið og meðal annars farið á skíði. Það skal tekið fram að það var þó ekki á meðal almennings,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá hafi ferðamennirnir átt bókað flug til sins heimalands degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Ferðamennirnir greiddu hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt vegna brotsins. Um helgina hafði lögreglan á Norðurlandi vestra, við almennt eftirlit, afskipti af tveim erlendum ferðamönnum sem áttu...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Mánudagur, 22. mars 2021 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í dag yfir áhyggjum af stöðunni á landamærum. Hann sagði í viðtali við Reykjavík síðdegisað fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur. Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar stóð að ferðamennirnir hefðu átt bókað flug heim degi fyrir seinni skimun. Hið rétta er, samkvæmt færslu lögreglu á Norðurlandi vestra, að flugið var bókað einum degi eftir að niðurstöður úr seinni skimun áttu að liggja fyrir. Það hefur verið leiðrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56 Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56
Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15