Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 17:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. Sjö greindust innanlands um helgina, þar af fimm í gær. Af þessum fimm voru þrír utan sóttkvíar. Ekki hefur enn tekist að rekja smitin, að sögn Þórólfs. Hann ítrekaði það í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að þetta gæti þýtt að veiran væri útbreiddari í samfélaginu en áður var talið. Inntur eftir því hvort fjórða bylgjan væri hafin kvaðst Þórólfur ekki geta sagt til um það „Ég veit það ekki en ég held að þetta geti orðið einhver hópsýking. Hvort menn kalla það bylgju eða ekki, það er aukaatriði, en það fer eftir því hvað þetta verður útbreitt. Þetta byrjar gjarnan svona að við sjáum að það er allt í einu komið smit út í samfélagið og þá gæti þetta rokið upp. Við höfum séð það fram að þessu, bæði í þessari svokölluðu fyrstu, annarri og þriðju bylgju. En ég vona að það verði ekkert svo stórt en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ Fjöldi fólks samankominn við eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Gæti verið áhætta að fjölmenna að gosinu Fjölmargir hafa lagt leið sína að gosstöðvum í Geldingadal síðustu daga. Þórólfur sagði aðspurður að þar væri ólíklega mikil Covid-smithætta. „Ég veit ekki hvernig fólk er að hittast þarna, hvort það er mikið nánd eða fólk mikið ofan í hvert öðru. En fólk á nú að geta verið ansi dreift á þessum stað og það er mikið rok þannig að það er ólíklegt að það sé mikil smithætta,“ sagði Þórólfur. „En svo er fólk ekki mikið að hugsa um covid þegar það er labba í kringum gosstöðvarnar held ég. Þannig að það gæti verið einhver áhætta í því.“ Þá hefur Þórólfur lagt til við heilbrigðisráðherra að sóttvarnaaðgerðum verði breytt á landamærum. Hann sagði að fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sjö greindust innanlands um helgina, þar af fimm í gær. Af þessum fimm voru þrír utan sóttkvíar. Ekki hefur enn tekist að rekja smitin, að sögn Þórólfs. Hann ítrekaði það í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að þetta gæti þýtt að veiran væri útbreiddari í samfélaginu en áður var talið. Inntur eftir því hvort fjórða bylgjan væri hafin kvaðst Þórólfur ekki geta sagt til um það „Ég veit það ekki en ég held að þetta geti orðið einhver hópsýking. Hvort menn kalla það bylgju eða ekki, það er aukaatriði, en það fer eftir því hvað þetta verður útbreitt. Þetta byrjar gjarnan svona að við sjáum að það er allt í einu komið smit út í samfélagið og þá gæti þetta rokið upp. Við höfum séð það fram að þessu, bæði í þessari svokölluðu fyrstu, annarri og þriðju bylgju. En ég vona að það verði ekkert svo stórt en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ Fjöldi fólks samankominn við eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Gæti verið áhætta að fjölmenna að gosinu Fjölmargir hafa lagt leið sína að gosstöðvum í Geldingadal síðustu daga. Þórólfur sagði aðspurður að þar væri ólíklega mikil Covid-smithætta. „Ég veit ekki hvernig fólk er að hittast þarna, hvort það er mikið nánd eða fólk mikið ofan í hvert öðru. En fólk á nú að geta verið ansi dreift á þessum stað og það er mikið rok þannig að það er ólíklegt að það sé mikil smithætta,“ sagði Þórólfur. „En svo er fólk ekki mikið að hugsa um covid þegar það er labba í kringum gosstöðvarnar held ég. Þannig að það gæti verið einhver áhætta í því.“ Þá hefur Þórólfur lagt til við heilbrigðisráðherra að sóttvarnaaðgerðum verði breytt á landamærum. Hann sagði að fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15
Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15