„Ég trúi á mátt hinna mörgu“ Jón Björn Hákonarson skrifar 20. mars 2021 13:00 Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða. En það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem eiga heiðurinn að því, heldur ekki síður öflug fylking framsóknarfólks um allt land sem af sannfæringu talar máli flokksins og stefnu hans. Hin öfluga grasrót, sem finna má innan flokksins, er nefnilega einn helsti styrkur hans og auður og í henni endurspeglast svo sannarlega eitt af kjörorðum samvinnustefnunnar; „Máttur hinna mörgu“. Ég hef í störfum mínum sem ritari Framsóknarflokksins undanfarin ár fengið að kynnast því öfluga flokkstarfi sem finna má um allt land sem er lífæð flokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á öflugri samvinnu flokksmanna enda vitum við að þannig náum við bestum árangri; með góðri samvinnu og samtali þar sem ólík sjónarmið eru leidd fram og náum við best sameiginlegri og farsælli niðurstöðu. Það er því nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa að rækta sambandið við fólki í flokknum og tryggja þannig gott og öflugt samstarf við grasrótina. „Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn.“ Svo kváðu Stuðmenn í frægum söngtexta sem fjallar um mikilvægi þess að efla góð sambönd við annað fólk. Á fundum mínum með framsóknarfólki í Norðausturkjördæmi nú í aðdraganda póstkosningar flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis, sem og á fundum með flokksfólki um land allt land, heyri ég þá miklu áherslu sem það leggur á að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina heima í héraði sé góð. Þannig er það upplifun einhverra að þessi tengsl hafi minnkað með samfara stækkandi kjördæmum og auknum skyldum sem lagðar hafa verið á hendur kjörinna fulltrúa á báðum stjórnsýslustigum. Það er ekki vænlegt til árangurs ef grasrótin, sem er öflugasti talsmaður framsóknarstefnunnar um allt land, upplifir slíkt í flokki sem byggir grundvallarhugsjón sína á samvinnu. Því er mikilvægt að við reynum með öllum ráðum að treysta sambandið við grasrótina og tryggja að raddir flokksmanna heyrist. Norðausturkjördæmi er stórt, líkt og landsbyggðarkjördæmin eru öll, og það er kannski ekki óeðlilegt að menn upplifi fjarlægð við kjörna fulltrúa sína í svo víðfeðmu kjördæmi. En eitt af því sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur kennt okkur er að fjarlægð milli fólks þarf ekki að þýða skort á tengslum. Með því að nýta tæknina má á auðveldan hátt viðhalda góðu sambandi við fólk óháð staðsetningu. Öll erum við að verða vön því að nýta okkur fjarfundatæknina á svo mörgum sviðum í starfi og leik og þannig getum við líka nýtt okkur hana í reglulegt samtal við flokksmenn um þau mál sem brenna á hverju sinni. Það er nefnilega í hreinskiptum samskiptum meðal flokksmanna sem við brýnum og eflum stefnumál Framsóknarflokksins hverju sinni. Þannig myndum við öfluga breiðfylkingu á bakvið kjörna fulltrúa flokksins, sem skilar sér síðan í umræðuna út í samfélaginu. Kjörnir fulltrúar verða að hlusta, þeir verða að taka gagnrýni og svara henni, og standa síðan fyrir máli sínu gagnvart þeim sem veittu þeim umboð sitt til starfa. Þeir eru talsmenn þeirra og þetta samband má ekki trosna eða slitna. Þá er til lítils á stað farið. Verum í sambandi! Eins og hér er sagt að framan þá er það þungamiðja vexti og viðgangi Framsóknarflokksins til framtíðar að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina séu sterk. Þau tengsl þarf að rækta vel. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum, í upphafi nýs kjörtímabils, þingmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að byggja upp öflugt samband við fólkið sitt í kjördæminu sem og alla íbúa þess. Það er þangað sem umboðið er sótt. Og munum að það er hlutverk okkar allra sem Framsóknarflokkinn myndum að vera talsmenn Framsóknarstefnunnar. Stefnu sem mynduð er í breiðri samvinnu og af grunngildum sem svo sannarlega hafa staðist tímans tönn í langri sögu flokksins okkar - Það er máttur hinna mörgu. Verum í sambandi! Höfundur er ritari Framsóknarflokksins og sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jón Björn Hákonarson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða. En það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem eiga heiðurinn að því, heldur ekki síður öflug fylking framsóknarfólks um allt land sem af sannfæringu talar máli flokksins og stefnu hans. Hin öfluga grasrót, sem finna má innan flokksins, er nefnilega einn helsti styrkur hans og auður og í henni endurspeglast svo sannarlega eitt af kjörorðum samvinnustefnunnar; „Máttur hinna mörgu“. Ég hef í störfum mínum sem ritari Framsóknarflokksins undanfarin ár fengið að kynnast því öfluga flokkstarfi sem finna má um allt land sem er lífæð flokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á öflugri samvinnu flokksmanna enda vitum við að þannig náum við bestum árangri; með góðri samvinnu og samtali þar sem ólík sjónarmið eru leidd fram og náum við best sameiginlegri og farsælli niðurstöðu. Það er því nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa að rækta sambandið við fólki í flokknum og tryggja þannig gott og öflugt samstarf við grasrótina. „Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn.“ Svo kváðu Stuðmenn í frægum söngtexta sem fjallar um mikilvægi þess að efla góð sambönd við annað fólk. Á fundum mínum með framsóknarfólki í Norðausturkjördæmi nú í aðdraganda póstkosningar flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis, sem og á fundum með flokksfólki um land allt land, heyri ég þá miklu áherslu sem það leggur á að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina heima í héraði sé góð. Þannig er það upplifun einhverra að þessi tengsl hafi minnkað með samfara stækkandi kjördæmum og auknum skyldum sem lagðar hafa verið á hendur kjörinna fulltrúa á báðum stjórnsýslustigum. Það er ekki vænlegt til árangurs ef grasrótin, sem er öflugasti talsmaður framsóknarstefnunnar um allt land, upplifir slíkt í flokki sem byggir grundvallarhugsjón sína á samvinnu. Því er mikilvægt að við reynum með öllum ráðum að treysta sambandið við grasrótina og tryggja að raddir flokksmanna heyrist. Norðausturkjördæmi er stórt, líkt og landsbyggðarkjördæmin eru öll, og það er kannski ekki óeðlilegt að menn upplifi fjarlægð við kjörna fulltrúa sína í svo víðfeðmu kjördæmi. En eitt af því sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur kennt okkur er að fjarlægð milli fólks þarf ekki að þýða skort á tengslum. Með því að nýta tæknina má á auðveldan hátt viðhalda góðu sambandi við fólk óháð staðsetningu. Öll erum við að verða vön því að nýta okkur fjarfundatæknina á svo mörgum sviðum í starfi og leik og þannig getum við líka nýtt okkur hana í reglulegt samtal við flokksmenn um þau mál sem brenna á hverju sinni. Það er nefnilega í hreinskiptum samskiptum meðal flokksmanna sem við brýnum og eflum stefnumál Framsóknarflokksins hverju sinni. Þannig myndum við öfluga breiðfylkingu á bakvið kjörna fulltrúa flokksins, sem skilar sér síðan í umræðuna út í samfélaginu. Kjörnir fulltrúar verða að hlusta, þeir verða að taka gagnrýni og svara henni, og standa síðan fyrir máli sínu gagnvart þeim sem veittu þeim umboð sitt til starfa. Þeir eru talsmenn þeirra og þetta samband má ekki trosna eða slitna. Þá er til lítils á stað farið. Verum í sambandi! Eins og hér er sagt að framan þá er það þungamiðja vexti og viðgangi Framsóknarflokksins til framtíðar að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina séu sterk. Þau tengsl þarf að rækta vel. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum, í upphafi nýs kjörtímabils, þingmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að byggja upp öflugt samband við fólkið sitt í kjördæminu sem og alla íbúa þess. Það er þangað sem umboðið er sótt. Og munum að það er hlutverk okkar allra sem Framsóknarflokkinn myndum að vera talsmenn Framsóknarstefnunnar. Stefnu sem mynduð er í breiðri samvinnu og af grunngildum sem svo sannarlega hafa staðist tímans tönn í langri sögu flokksins okkar - Það er máttur hinna mörgu. Verum í sambandi! Höfundur er ritari Framsóknarflokksins og sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun