Íslenski boltinn

Kári fór í markið í víta­spyrnu­keppni og Stjarnan hafði betur gegn FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Vísir/Daníel

Þrír leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla og kvenna í kvöld en leikið var í Víkinni, í Laugardalnum og í Garðabæ.

Það var markaleikur í Víkinni er Keflavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir sigur á heimamönnum í vítaspyrnukeppni.

Nikolaj Hansen og Erlingur Agnarsson komu Víkingum í 2-0 en Joey Gibbs minnkaði muninn fyrir gestina.

Kristall Máni Ingason kom Víkingum aftur tveimur mörkum yfir en tvö mörk í viðbót frá Joey Gibbs tryggðu Keflvíkingum vítaspyrnukeppni.

Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, meiddist við að verja fyrstu spyrnu Keflvíkinga og Kári Árnason þurfti að setja á sig hanskana og fara í markið.

Bæði lið brenndu af fyrstu tveimur spyrnum sínum en Atli Barkarson brenndi svo af einu víti til viðbótar. Keflvíkingar skoruðu úr sínum fjórum spyrnum á Kára.

Í Laugardal höfðu Eyjamenn betur gegn Þrótti, 1-0, en sigurmarkið kom á 38. mínútu.

ÍBV endar í fjórða sæti riðils fjögur með sex stig, tvo sigra í fimm leikjum, en Þróttur endar á botninum með þrjú stig; einn sigur í fimm leikjum.

Stjarnan vann 3-1 sigur á FH í A-deild kvenna. Stjarnan er þar af leiðandi með sex stig eftir fjóra leiki í fjórða sætinu en FH er með þrjú stig sæti neðar.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net og fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×