Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 07:54 Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Vísir/Vilhelm Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut 12. janúar 2020 var undir áhrifum áfengis við aksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í gær. Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Í skýrslunni segir að akstursaðstæður hafi verið erfiðar; snjókoma, skafrenningur, þæfingssnjór, mikil hálka og myrkur. Ökumaður vörubílsins kvaðst hafa séð fólksbílinn koma á móti sér í nokkurri fjarlægð á réttum vegarhelmingi. Örstuttu seinna hafi svo ökumaður fólksbílsins misst stjórn á bifreiðinni sem rann inn á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubílinn. Við áreksturinn hlaut ökumaður fólksbílsins alvarlega höfuðáverka og lést hann af völdum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að samkvæmt niðurstöðum áfengis- og lyfjarannsókna á ökumanni fólksbílsins var umtalsvert alkóhól í blóði hans. Niðurstöður sams konar rannsókna á ökumanni vörubílsins voru neikvæðar. Í orsakagreiningu slyssins segir að ökumaður fólksbílsins hafi verið ofurölvi. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir vörubíl með snjótönn. Þá hafi ástandi fólksbílsins verið ábótavant auk þess sem snjótönn vörubílsins sé sérstaklega hættuleg gagnvart ákomum á hlið fólksbíls. Rannsóknarnefndin leggur til að Samgöngustofa og Vinnueftirlitið taki til skoðunar öryggismál varðandi snjómokstursbúnað á ökutækjum. Vörubílar og vinnuvélar með snjómokstursbúnað geti verið hættulegar öðrum ökutækjum og vegfarendum í umferðinni. Þá sé þessi búnaður almennt ekki hannaður með árekstrarkröfur í huga. Þá ítrekar nefndin fyrir ábendingar sínar um akstur undir áhrifum áfengis og telur „nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Umferðaröryggi Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Í skýrslunni segir að akstursaðstæður hafi verið erfiðar; snjókoma, skafrenningur, þæfingssnjór, mikil hálka og myrkur. Ökumaður vörubílsins kvaðst hafa séð fólksbílinn koma á móti sér í nokkurri fjarlægð á réttum vegarhelmingi. Örstuttu seinna hafi svo ökumaður fólksbílsins misst stjórn á bifreiðinni sem rann inn á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubílinn. Við áreksturinn hlaut ökumaður fólksbílsins alvarlega höfuðáverka og lést hann af völdum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að samkvæmt niðurstöðum áfengis- og lyfjarannsókna á ökumanni fólksbílsins var umtalsvert alkóhól í blóði hans. Niðurstöður sams konar rannsókna á ökumanni vörubílsins voru neikvæðar. Í orsakagreiningu slyssins segir að ökumaður fólksbílsins hafi verið ofurölvi. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir vörubíl með snjótönn. Þá hafi ástandi fólksbílsins verið ábótavant auk þess sem snjótönn vörubílsins sé sérstaklega hættuleg gagnvart ákomum á hlið fólksbíls. Rannsóknarnefndin leggur til að Samgöngustofa og Vinnueftirlitið taki til skoðunar öryggismál varðandi snjómokstursbúnað á ökutækjum. Vörubílar og vinnuvélar með snjómokstursbúnað geti verið hættulegar öðrum ökutækjum og vegfarendum í umferðinni. Þá sé þessi búnaður almennt ekki hannaður með árekstrarkröfur í huga. Þá ítrekar nefndin fyrir ábendingar sínar um akstur undir áhrifum áfengis og telur „nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“
Umferðaröryggi Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira