Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 07:54 Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Vísir/Vilhelm Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut 12. janúar 2020 var undir áhrifum áfengis við aksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í gær. Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Í skýrslunni segir að akstursaðstæður hafi verið erfiðar; snjókoma, skafrenningur, þæfingssnjór, mikil hálka og myrkur. Ökumaður vörubílsins kvaðst hafa séð fólksbílinn koma á móti sér í nokkurri fjarlægð á réttum vegarhelmingi. Örstuttu seinna hafi svo ökumaður fólksbílsins misst stjórn á bifreiðinni sem rann inn á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubílinn. Við áreksturinn hlaut ökumaður fólksbílsins alvarlega höfuðáverka og lést hann af völdum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að samkvæmt niðurstöðum áfengis- og lyfjarannsókna á ökumanni fólksbílsins var umtalsvert alkóhól í blóði hans. Niðurstöður sams konar rannsókna á ökumanni vörubílsins voru neikvæðar. Í orsakagreiningu slyssins segir að ökumaður fólksbílsins hafi verið ofurölvi. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir vörubíl með snjótönn. Þá hafi ástandi fólksbílsins verið ábótavant auk þess sem snjótönn vörubílsins sé sérstaklega hættuleg gagnvart ákomum á hlið fólksbíls. Rannsóknarnefndin leggur til að Samgöngustofa og Vinnueftirlitið taki til skoðunar öryggismál varðandi snjómokstursbúnað á ökutækjum. Vörubílar og vinnuvélar með snjómokstursbúnað geti verið hættulegar öðrum ökutækjum og vegfarendum í umferðinni. Þá sé þessi búnaður almennt ekki hannaður með árekstrarkröfur í huga. Þá ítrekar nefndin fyrir ábendingar sínar um akstur undir áhrifum áfengis og telur „nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Umferðaröryggi Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Í skýrslunni segir að akstursaðstæður hafi verið erfiðar; snjókoma, skafrenningur, þæfingssnjór, mikil hálka og myrkur. Ökumaður vörubílsins kvaðst hafa séð fólksbílinn koma á móti sér í nokkurri fjarlægð á réttum vegarhelmingi. Örstuttu seinna hafi svo ökumaður fólksbílsins misst stjórn á bifreiðinni sem rann inn á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubílinn. Við áreksturinn hlaut ökumaður fólksbílsins alvarlega höfuðáverka og lést hann af völdum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að samkvæmt niðurstöðum áfengis- og lyfjarannsókna á ökumanni fólksbílsins var umtalsvert alkóhól í blóði hans. Niðurstöður sams konar rannsókna á ökumanni vörubílsins voru neikvæðar. Í orsakagreiningu slyssins segir að ökumaður fólksbílsins hafi verið ofurölvi. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir vörubíl með snjótönn. Þá hafi ástandi fólksbílsins verið ábótavant auk þess sem snjótönn vörubílsins sé sérstaklega hættuleg gagnvart ákomum á hlið fólksbíls. Rannsóknarnefndin leggur til að Samgöngustofa og Vinnueftirlitið taki til skoðunar öryggismál varðandi snjómokstursbúnað á ökutækjum. Vörubílar og vinnuvélar með snjómokstursbúnað geti verið hættulegar öðrum ökutækjum og vegfarendum í umferðinni. Þá sé þessi búnaður almennt ekki hannaður með árekstrarkröfur í huga. Þá ítrekar nefndin fyrir ábendingar sínar um akstur undir áhrifum áfengis og telur „nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“
Umferðaröryggi Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira