Borgarlínan – Bein leið Jón Ingi Hákonarson og Sar Dögg Svanhildardóttir skrifa 19. mars 2021 08:00 Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni. Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er. Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag? Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði. Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni. Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er. Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag? Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði. Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar