Ráðast í annað útboð þannig að Gosa og Drottningu verði skipt út Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 07:37 Svona er áætlað að Bláfjallasvæðið líti út árið 2024 eftir fyrirhugaða uppbyggingu. Grafík/Stöð 2 Til stendur að hefja innkaupaferli á tveimur nýjum síðalyftum fyrir Bláfjöllum. Síðar verður svo hafinn undirbúningur að kaupum á fleiri lyftum fyrir Bláfjöll og Skálafell, auk þess að snjóframleiðslu verði komið upp. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en kostnaður er metinn á 5,2 milljarða og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 2026. Auk þess er til umræðu að bæta aðstöðu fyrir gönguskíðafólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er haft eftir Páli Björgvini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SHH), en öll sveitarfélögin, að Kjósarhreppi undanskildum, munu standa að uppbyggingunni. Blaðið segir að til standi að hefja útboð á EES-svæðinu fyrir fyrsta áfanga, það eru nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem ætlað er að koma í stað lyftunnar Drottningar við Öxlina og Gosa í Suðurgili og er stefnt að því að þær framkvæmdir standi yfir þar fram til ársins 2024. Árið 2018 voru kynntar áætlanir um uppbyggingu á skíðasvæðinu, en undirbúningur og öflun nauðsynlegra leyfa tafði framganginn. Var þá miðað við að framkvæmdir stæðu yfir frá 2019 til 2024. Síðastliðið sumar var svo ráðist í útboð þar sem þrjú tilboð bárust sem reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Öllum tilboðum var hafnað í nóvember síðastliðinn. Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012. Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en kostnaður er metinn á 5,2 milljarða og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 2026. Auk þess er til umræðu að bæta aðstöðu fyrir gönguskíðafólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er haft eftir Páli Björgvini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SHH), en öll sveitarfélögin, að Kjósarhreppi undanskildum, munu standa að uppbyggingunni. Blaðið segir að til standi að hefja útboð á EES-svæðinu fyrir fyrsta áfanga, það eru nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem ætlað er að koma í stað lyftunnar Drottningar við Öxlina og Gosa í Suðurgili og er stefnt að því að þær framkvæmdir standi yfir þar fram til ársins 2024. Árið 2018 voru kynntar áætlanir um uppbyggingu á skíðasvæðinu, en undirbúningur og öflun nauðsynlegra leyfa tafði framganginn. Var þá miðað við að framkvæmdir stæðu yfir frá 2019 til 2024. Síðastliðið sumar var svo ráðist í útboð þar sem þrjú tilboð bárust sem reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Öllum tilboðum var hafnað í nóvember síðastliðinn. Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012.
Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira