Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2021 06:32 B-2 Spirit-sprengjuþota að leggja upp í flug frá Lajes-herflugvellinum á Azoreyjum í fyrradag. U.S. Air Force/Heather Salazar Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. „Sprengjuþoturnar flugu í löngu samflugi um norðurslóðir, mættust undan ströndum Íslands um nóttina til að betrumbæta þá hæfni í næturflugi sem nauðsynleg er til að starfa í þessu umhverfi,“ segir á fréttasíðu bandaríska flughersins. B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum í Þrændalögum í Noregi.Norski flugherinn „Verkefnið er mikilvægt til að viðhalda sterkri stöðu okkar á heimsvísu,“ er haft eftir Steven L. Basham aðstoðarherforingja í tilkynningu hersins. „Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að veita flugmönnum okkar tækifæri til að þjálfa í einstöku umhverfi." B-2 þoturnar voru fyrr um daginn sendar til hinna portúgölsku Azoreyja sunnar í Atlantshafi þar sem tekið var eldsneyti og skipt um áhafnir áður en haldið var í loftið á ný. Þrjár B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur lentu á Azoreyjum í fyrradag.U.S. Air Force/Heather Salazar B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum norðvestan Þrándheims í Noregi þar sem þær hafa verið við æfingar undanfarinn mánuð. „Að staðsetja sprengjuflugvélarnar í Noregi og fljúga þeim á öðrum svæðum á norðurslóðum sýnir ásetning flughersins um virkt eftirlit þar og sendir bæði bandamönnum og hugsanlegum andstæðingum eins og Rússlandi skilaboð um að svæðið sé í forgangi,“ segir í frétt flughersins. Mikla athygli vakti sumarið 2019 þegar hin torséða B-2 sprengjuþota lenti á Keflavíkurflugvelli til að æfa eldsneytistöku með hreyfla í gangi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu hennar: Myndband bandaríska flughersins frá komu B-2 til Azoreyja í fyrradag má sjá hér. Þaðan flugu þoturnar áleiðis til Íslands: Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að báðar tegundirnar væru hljóðfráar. Hið rétta er að B-1 er hljóðfrá en ekki hin torséða B-2. NATO Varnarmál Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Portúgal Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
„Sprengjuþoturnar flugu í löngu samflugi um norðurslóðir, mættust undan ströndum Íslands um nóttina til að betrumbæta þá hæfni í næturflugi sem nauðsynleg er til að starfa í þessu umhverfi,“ segir á fréttasíðu bandaríska flughersins. B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum í Þrændalögum í Noregi.Norski flugherinn „Verkefnið er mikilvægt til að viðhalda sterkri stöðu okkar á heimsvísu,“ er haft eftir Steven L. Basham aðstoðarherforingja í tilkynningu hersins. „Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að veita flugmönnum okkar tækifæri til að þjálfa í einstöku umhverfi." B-2 þoturnar voru fyrr um daginn sendar til hinna portúgölsku Azoreyja sunnar í Atlantshafi þar sem tekið var eldsneyti og skipt um áhafnir áður en haldið var í loftið á ný. Þrjár B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur lentu á Azoreyjum í fyrradag.U.S. Air Force/Heather Salazar B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum norðvestan Þrándheims í Noregi þar sem þær hafa verið við æfingar undanfarinn mánuð. „Að staðsetja sprengjuflugvélarnar í Noregi og fljúga þeim á öðrum svæðum á norðurslóðum sýnir ásetning flughersins um virkt eftirlit þar og sendir bæði bandamönnum og hugsanlegum andstæðingum eins og Rússlandi skilaboð um að svæðið sé í forgangi,“ segir í frétt flughersins. Mikla athygli vakti sumarið 2019 þegar hin torséða B-2 sprengjuþota lenti á Keflavíkurflugvelli til að æfa eldsneytistöku með hreyfla í gangi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu hennar: Myndband bandaríska flughersins frá komu B-2 til Azoreyja í fyrradag má sjá hér. Þaðan flugu þoturnar áleiðis til Íslands: Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að báðar tegundirnar væru hljóðfráar. Hið rétta er að B-1 er hljóðfrá en ekki hin torséða B-2.
NATO Varnarmál Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Portúgal Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45