Er Móna Lísa bóla? Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Rafmyntir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar