„Flest erum við meðalmanneskjur og jafnvel aðeins fyrir neðan, og það má“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2021 10:32 Kristín Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna, hefur áhyggjur af vanlíðan barna en einnig fullorðinna sem eiga að vera bestir í öllu, alltaf. Sindri Sindrason ræddi við Kristínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Píeta samtökin sinna forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfskaða en styðja einnig við aðstandendur. Um er að ræða eitt allra viðkvæmasta málefnið sem tekið er fyrir í fjölmiðlum en Kristín hefur sinnt þessu mikilvæga starfi á undanförnum árum. „Hjá okkur hefur álagið aukist. Á síðasta árið leituðu 436 manns til okkar og það allavega segir okkur eitthvað, að þetta fólk er að íhuga að vera ekki til,“ segir Kristín en þetta er aðeins það fólk sem leitar sér hjálpar og mun fleiri eru þarna úti ein með hugsunum sínum. Píeta samtökin eru aðeins þriggja ára. Eldri kynslóðir fengu að reka sig á „Við erum að sjá tvöföldun, jafnvel þreföldum á milli þessara ára,“ segir Kristín og bætir við að um sé að ræða fólk á öllum aldri, með allskonar bakgrunn og í raun allir þjóðfélagshópar. „Skjólstæðingarnir hjá okkur eru 49 prósent karlmenn, fimmtíu prósent konur og eitt prósent sem skilgreinir sig sem annað kyn.“ Fjölmennasti hópurinn sem fremur sjálfsvíg eru þó karlmenn og fara oftar leiðir sem erfitt er að bjarga þeim út úr. Konur fara leiðir sem auðveldara er að bjarga þeim úr. Þeir karlmenn sem ákveða að leita sé hjálpar hjá samtökunum eru aðallega karlmenn á aldrinum 18-27 ára. „Fyrir einhverjum árum var svolítið talað um unga drengi sem spiluðu mikið tölvuleiki og reyktu kannabisefni, en í dag erum við að horfa á unga drengi sem standa sig vel á okkar mælikvarða, eru með fullt af áhugamálum, eru í íþróttum, eru góðir námsmenn, eru fallegir útlitslega og passa inn í eitthvað form sem við erum búin að skilgreina. Ég held að þetta sé svona með okkur öll. Við höfum breyst svo hratt. Eldri kynslóðir fengu að reka sig á og okkur fékk svo sem að líða, maður mátti vera dapur, og ég var svo heppin að geta leitað til fjölskyldunnar minnar. En ég þurfti að leysa málin svolítið sjálf. Í dag erum við að taka í raun eðlilegt ástand af börnum,“ segir Kristín og bætir við að við setjum börn í bómull og gerum óraunhæfar væntingar til þeirra, gerum þær kröfur að þau séu alltaf glöð og hamingjusöm og geri ekki bara sitt besta, heldur séu alltaf best og setjum þau oft í aðstæður sem þau ráða ekki við og það býr til vanlíðan. Partur af lífinu „Að vera dapur er rosalega leiðinlegt og það er erfitt. Að vera kvíðin er rosalega erfitt og leiðinleg tilfinning. En hún er ekki sjúkdómur og hún er partur af lífinu. Það er partur af lífinu að klúðra og partur af lífinu að vera í allskonar ástandi. Hamingja er tilfinning alveg eins og sorg, alveg eins og depurð. Við erum búin að setja fólk í eitthvað ástand sem þú átt að vera í alla daga, hamingjan og þetta er óeðlilegt.“ Kristín segir að þetta eigi ekki bara við um börnin heldur fullorðna líka. Vert þú alltaf duglegur í vinnunni, vert þú best eða bestur, hafðu alltaf hreint heima hjá þér og stundaði líka líkamsrækt eins og vindurinn. „Fólk sem fer á Esjuna á hverjum degi og fer í vinnu er rosalega duglegt. En ef dóttir þín myndi ákveða að prjóna teppi á hverjum einasta degi áður en hún færi í skólann þá væri hún manísk,“ segir Kristín sem meinar með þessu að við hömpum ekki öllum dugnaði heldur gerum við upp á milli áhugamála. Við gerum upp á milli íþrótta og tómstunda hjá börnum. Gerum ákveðnar öfgar að dyggð meðan við sjáum vandamál á öðrum sviðum. „Við erum búin að ákveða hvaða áhugamál eru í lagi og hvað ekki. Ef barnið okkar er í fjóra tíma á dag í tölvunni þá er það ekki í lagi. Ef barnið okkar er í fjóra tíma á dag á fimleikaæfingu eða fótboltaæfingu þá er það rosalega duglegt barn. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða.“ Kristín segir að metnaður sé auðvitað af hinu góða en það megi ekki verða þannig að barnið geti ekki uppfyllt væntingar foreldra sinna eða samfélagsins. „Flest erum við meðalmanneskjur og jafnvel aðeins fyrir neðan, og það má,“ segir Kristín og bætir við að einnig hafi fólk óraunhæfar væntingar til menntunar barna okkar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Píeta samtökin sinna forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfskaða en styðja einnig við aðstandendur. Um er að ræða eitt allra viðkvæmasta málefnið sem tekið er fyrir í fjölmiðlum en Kristín hefur sinnt þessu mikilvæga starfi á undanförnum árum. „Hjá okkur hefur álagið aukist. Á síðasta árið leituðu 436 manns til okkar og það allavega segir okkur eitthvað, að þetta fólk er að íhuga að vera ekki til,“ segir Kristín en þetta er aðeins það fólk sem leitar sér hjálpar og mun fleiri eru þarna úti ein með hugsunum sínum. Píeta samtökin eru aðeins þriggja ára. Eldri kynslóðir fengu að reka sig á „Við erum að sjá tvöföldun, jafnvel þreföldum á milli þessara ára,“ segir Kristín og bætir við að um sé að ræða fólk á öllum aldri, með allskonar bakgrunn og í raun allir þjóðfélagshópar. „Skjólstæðingarnir hjá okkur eru 49 prósent karlmenn, fimmtíu prósent konur og eitt prósent sem skilgreinir sig sem annað kyn.“ Fjölmennasti hópurinn sem fremur sjálfsvíg eru þó karlmenn og fara oftar leiðir sem erfitt er að bjarga þeim út úr. Konur fara leiðir sem auðveldara er að bjarga þeim úr. Þeir karlmenn sem ákveða að leita sé hjálpar hjá samtökunum eru aðallega karlmenn á aldrinum 18-27 ára. „Fyrir einhverjum árum var svolítið talað um unga drengi sem spiluðu mikið tölvuleiki og reyktu kannabisefni, en í dag erum við að horfa á unga drengi sem standa sig vel á okkar mælikvarða, eru með fullt af áhugamálum, eru í íþróttum, eru góðir námsmenn, eru fallegir útlitslega og passa inn í eitthvað form sem við erum búin að skilgreina. Ég held að þetta sé svona með okkur öll. Við höfum breyst svo hratt. Eldri kynslóðir fengu að reka sig á og okkur fékk svo sem að líða, maður mátti vera dapur, og ég var svo heppin að geta leitað til fjölskyldunnar minnar. En ég þurfti að leysa málin svolítið sjálf. Í dag erum við að taka í raun eðlilegt ástand af börnum,“ segir Kristín og bætir við að við setjum börn í bómull og gerum óraunhæfar væntingar til þeirra, gerum þær kröfur að þau séu alltaf glöð og hamingjusöm og geri ekki bara sitt besta, heldur séu alltaf best og setjum þau oft í aðstæður sem þau ráða ekki við og það býr til vanlíðan. Partur af lífinu „Að vera dapur er rosalega leiðinlegt og það er erfitt. Að vera kvíðin er rosalega erfitt og leiðinleg tilfinning. En hún er ekki sjúkdómur og hún er partur af lífinu. Það er partur af lífinu að klúðra og partur af lífinu að vera í allskonar ástandi. Hamingja er tilfinning alveg eins og sorg, alveg eins og depurð. Við erum búin að setja fólk í eitthvað ástand sem þú átt að vera í alla daga, hamingjan og þetta er óeðlilegt.“ Kristín segir að þetta eigi ekki bara við um börnin heldur fullorðna líka. Vert þú alltaf duglegur í vinnunni, vert þú best eða bestur, hafðu alltaf hreint heima hjá þér og stundaði líka líkamsrækt eins og vindurinn. „Fólk sem fer á Esjuna á hverjum degi og fer í vinnu er rosalega duglegt. En ef dóttir þín myndi ákveða að prjóna teppi á hverjum einasta degi áður en hún færi í skólann þá væri hún manísk,“ segir Kristín sem meinar með þessu að við hömpum ekki öllum dugnaði heldur gerum við upp á milli áhugamála. Við gerum upp á milli íþrótta og tómstunda hjá börnum. Gerum ákveðnar öfgar að dyggð meðan við sjáum vandamál á öðrum sviðum. „Við erum búin að ákveða hvaða áhugamál eru í lagi og hvað ekki. Ef barnið okkar er í fjóra tíma á dag í tölvunni þá er það ekki í lagi. Ef barnið okkar er í fjóra tíma á dag á fimleikaæfingu eða fótboltaæfingu þá er það rosalega duglegt barn. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða.“ Kristín segir að metnaður sé auðvitað af hinu góða en það megi ekki verða þannig að barnið geti ekki uppfyllt væntingar foreldra sinna eða samfélagsins. „Flest erum við meðalmanneskjur og jafnvel aðeins fyrir neðan, og það má,“ segir Kristín og bætir við að einnig hafi fólk óraunhæfar væntingar til menntunar barna okkar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira