Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 19:20 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um stöðu þeirra sem hafa verið lengi atvinnulausir og krafði stjórnvöld um aðgerðir. Stöð 2/Sigurjón Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira