Gummi Ben: Ronaldo er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en Messi deyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 14:46 Cristiano Ronaldo skoraði þrennu um helgina en í vikunni áður fékk hann á sig mikla gagnrýni fyrir framistöðu sína í Meistaradeildinni. AP/Alessandro Tocco Framtíð Cristiano Ronaldo var til umræðu í nýjasta þættinum af Sportinu í dag sem er nú aðgengilegur inn á Vísi. Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira