Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 19:30 Gunnar og Karen Lind ætla gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu, jafnvel þó þau þurfi að standa vaktina nánast allan sólarhringinn. Vísir/Egill Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira