„Það eru allir að tala um píkur alla daga“ Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2021 17:22 Brynjar telur ekki hættandi á að halda tækifærisræður því hann hafi engan áhuga á því að vera orðinn fréttaefni næsta dags fyrir að hafa sagt tvíræðan brandara. Það væri einatt túlkað sem árás á konur jafnvel þó grínið væri á kostnað karlsins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður er hættur að halda tækifærisræður vegna viðtekinnar móðgunargirni og ríkjandi vandlætingar. Brynjar var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þeir ræddu útskúfunarofstopa sem mörgum þykir nóg um, meðal annarra þeim Brynjari og Þórarni. Ætlar ekki að verða fréttaefni vegna tvíræðra bandara Brynjar segir umrætt fyrirbærið stórskaðlegt, varasamt og upplýsti að sjálfur væri hann hættur að halda tækifærisræður. En oft er leitað til pólitíkusa af ýmsum hópum og félagasamtökum með slíkt. En fólk sé orðið svo upptekið af því að móðgast að ekki sé á það hættandi. Brynjar geti ekki einu sinni gert grín að sjálfum sér án þess að því væri illa tekið, að sögn. En þeir félagar urðu afdráttarlausari eftir því sem á þáttinn leið. Brynjar sagði móðgunargirnina bara aukast og aukast og meðal þess sem glatist í því fári öllu sé kímnigáfan. Það gerist ekki á einni nóttu en með afar markvissum hætti þó. Hérna lenti ég í skemmtilegri umræðu um helstu vandamál í íslensku samfélagi nú um stundir. Deili þessu svo samfélagsverkfræðingarnir og rétthugsunarliðið geti fussað og sveiaðPosted by Brynjar Níelsson on Mánudagur, 15. mars 2021 „Þú finnur alveg að menn veigra sér við því að segja eitthvað, jafnvel mjög fyndið af því að það gæti hugsanlega móðgað einhvern. Hvert erum við komin þá?“ spurði Brynjar gáttaður og lýsti því svo yfir að hann væri alveg snarhættur því að halda tækifærisræður. „Ég ætla ekki að horfa á í fréttum, í einhverjum fjölmiðlum daginn eftir að Brynjar Níelsson hafi verið með tvíræðan brandara. Þú mátt ekki segja neina kynferðislega brandara. Það er alltaf árás á einhvern.“ Stanslaust píkutal Þetta þótti Brynjari öfugsnúið í ljósi kröfu sem sett hefur verið fram: „Hjá einhverjum kvennahópum að það sé eilíft talað um píkuna. Menn tala ekki um neitt annað en þessa píku. Það eru allir að tala um píkur alla daga. Og enn eru menn að halda því fram að hún sé eitthvað tabú?! Ef þú vilt tala um píkuna á þér þá bara gerir þú það. Mér er nákvæmlega sama,“ sagði Brynjar. Og bætti því við að ef hann segði brandara um kynferðisleg samskipti fólks væri það jafnvel orðið fréttaefni og héti þá árás og aðför að konum, jafnvel þó brandarinn væri á kostnað karla. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Alþingi Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Brynjar var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þeir ræddu útskúfunarofstopa sem mörgum þykir nóg um, meðal annarra þeim Brynjari og Þórarni. Ætlar ekki að verða fréttaefni vegna tvíræðra bandara Brynjar segir umrætt fyrirbærið stórskaðlegt, varasamt og upplýsti að sjálfur væri hann hættur að halda tækifærisræður. En oft er leitað til pólitíkusa af ýmsum hópum og félagasamtökum með slíkt. En fólk sé orðið svo upptekið af því að móðgast að ekki sé á það hættandi. Brynjar geti ekki einu sinni gert grín að sjálfum sér án þess að því væri illa tekið, að sögn. En þeir félagar urðu afdráttarlausari eftir því sem á þáttinn leið. Brynjar sagði móðgunargirnina bara aukast og aukast og meðal þess sem glatist í því fári öllu sé kímnigáfan. Það gerist ekki á einni nóttu en með afar markvissum hætti þó. Hérna lenti ég í skemmtilegri umræðu um helstu vandamál í íslensku samfélagi nú um stundir. Deili þessu svo samfélagsverkfræðingarnir og rétthugsunarliðið geti fussað og sveiaðPosted by Brynjar Níelsson on Mánudagur, 15. mars 2021 „Þú finnur alveg að menn veigra sér við því að segja eitthvað, jafnvel mjög fyndið af því að það gæti hugsanlega móðgað einhvern. Hvert erum við komin þá?“ spurði Brynjar gáttaður og lýsti því svo yfir að hann væri alveg snarhættur því að halda tækifærisræður. „Ég ætla ekki að horfa á í fréttum, í einhverjum fjölmiðlum daginn eftir að Brynjar Níelsson hafi verið með tvíræðan brandara. Þú mátt ekki segja neina kynferðislega brandara. Það er alltaf árás á einhvern.“ Stanslaust píkutal Þetta þótti Brynjari öfugsnúið í ljósi kröfu sem sett hefur verið fram: „Hjá einhverjum kvennahópum að það sé eilíft talað um píkuna. Menn tala ekki um neitt annað en þessa píku. Það eru allir að tala um píkur alla daga. Og enn eru menn að halda því fram að hún sé eitthvað tabú?! Ef þú vilt tala um píkuna á þér þá bara gerir þú það. Mér er nákvæmlega sama,“ sagði Brynjar. Og bætti því við að ef hann segði brandara um kynferðisleg samskipti fólks væri það jafnvel orðið fréttaefni og héti þá árás og aðför að konum, jafnvel þó brandarinn væri á kostnað karla.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Alþingi Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira