Enginn mætti á blaðamannafund stjóra Porto eftir leikinn gegn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 16:30 Sérgio Conceicao fagnar eftir leik Porto og Juventus í gær. getty/Jonathan Moscrop Framlengja þurfti leik Juventus og Porto í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Blaðamannafundur knattspyrnustjóra Porto, Sérgio Conceicao, tók hins vegar enga stund. Bókstaflega. Juventus vann leikinn í Tórínó í gær, 3-2, en Porto komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Portúgalska liðið vann fyrri leikinn á Drekavöllum, 2-1. Afrek Porto er stórt og mikið en liðið var manni færri í leiknum í gær frá því í upphafi seinni hálfleiks þegar íranski framherjinn Mehdi Taremi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1, Juventus í vil, og því þurfti að framlengja. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni jafnaði Sérgio Oliveira með skoti beint úr aukaspyrnu. Adrien Rabiot kom yfir skömmu síðar en nær komust ítölsku meistararnir ekki. Conceicao fagnaði vel og innilega með sínum mönnum eftir leikinn. Þegar hann var búinn að ná sér niður þurfti hann að mæta á blaðamannafund. Þangað mætti hins vegar enginn blaðamaður. Þegar blaðafulltrúinn spurði hvort einhverjar spurningar biðu Conceicaos tók við nokkuð vandræðaleg þögn. Skömmu síðar var blaðamannafundinum lokið án þess að Conceicao þyrfti að svara nokkurri einustu spurningu eftir sennilega stærstu stundina á þjálfaraferli sínum. Klippa: Stuttur blaðamannafundur stjóra Porto Conceicao tók við Porto 2017 og hefur gert liðið að portúgölskum meisturum í tvígang. Á síðasta tímabili vann Porto bæði deild og bikar heima fyrir. Ljóst er að Porto endurtekur ekki leikinn í ár en liðið er úr leik í bikarkeppninni og er tíu stigum á eftir toppliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00 Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
Juventus vann leikinn í Tórínó í gær, 3-2, en Porto komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Portúgalska liðið vann fyrri leikinn á Drekavöllum, 2-1. Afrek Porto er stórt og mikið en liðið var manni færri í leiknum í gær frá því í upphafi seinni hálfleiks þegar íranski framherjinn Mehdi Taremi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1, Juventus í vil, og því þurfti að framlengja. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni jafnaði Sérgio Oliveira með skoti beint úr aukaspyrnu. Adrien Rabiot kom yfir skömmu síðar en nær komust ítölsku meistararnir ekki. Conceicao fagnaði vel og innilega með sínum mönnum eftir leikinn. Þegar hann var búinn að ná sér niður þurfti hann að mæta á blaðamannafund. Þangað mætti hins vegar enginn blaðamaður. Þegar blaðafulltrúinn spurði hvort einhverjar spurningar biðu Conceicaos tók við nokkuð vandræðaleg þögn. Skömmu síðar var blaðamannafundinum lokið án þess að Conceicao þyrfti að svara nokkurri einustu spurningu eftir sennilega stærstu stundina á þjálfaraferli sínum. Klippa: Stuttur blaðamannafundur stjóra Porto Conceicao tók við Porto 2017 og hefur gert liðið að portúgölskum meisturum í tvígang. Á síðasta tímabili vann Porto bæði deild og bikar heima fyrir. Ljóst er að Porto endurtekur ekki leikinn í ár en liðið er úr leik í bikarkeppninni og er tíu stigum á eftir toppliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00 Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00
Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45