Sparaði Ronaldo fyrir leik upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo verður í sviðsljósinu í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Í kvöld munu fyrstu tvö liðin tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár en þá fara seinni leikirnir fram í tveimur einvígum sextán liða úrslitanna. Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki