Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2021 12:12 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála um að ráðherrann hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra árið 2019 stendur því óhögguð. Íslenska ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, sem kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála, að upphæð 4,5 milljónir króna. Áslaug Árnadóttir, lögmaður Hafdísar Helgu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Hún var enn að lesa dóminn, sem er 41 blaðsíða á lengd, og vildi ekki tjá sig um efni hans að svo stöddu. Það var í júní í fyrra sem kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál sem ráðuneytisstjóra. Páll var skipaður í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hefði metið það sem svo að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd mat fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, var ekki í þeim hópi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Jafnréttismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála um að ráðherrann hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra árið 2019 stendur því óhögguð. Íslenska ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, sem kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála, að upphæð 4,5 milljónir króna. Áslaug Árnadóttir, lögmaður Hafdísar Helgu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Hún var enn að lesa dóminn, sem er 41 blaðsíða á lengd, og vildi ekki tjá sig um efni hans að svo stöddu. Það var í júní í fyrra sem kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál sem ráðuneytisstjóra. Páll var skipaður í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hefði metið það sem svo að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd mat fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, var ekki í þeim hópi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Jafnréttismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21