2,5 milljóna sekt fyrir endurtekin umferðarlagabrot Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2021 14:30 Konan var stöðvuð af lögreglu bæði á Selfossi og Reykjavík líkt og rakið er í ákæru sem var í sjö liðum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða 2,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir endurtekin umferðarlagabrot eftir að hafa ítrekað ekið bíl, ýmist undir áhrifum ávana- eða fíkniefna eða slævandi lyfja. Ákæran var í sjö liðum, en brotin voru framin bæði í Reykjavík og á Selfossi á tímabilinu frá júní 2019 til júní 2020. Konan var jafnframt til fimm ára ökuréttissviptingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, alls rúmar tvær milljónir króna. Samkvæmt sakarvottorði hafði konan áður gerst sek um brot gegn umferðarlögum. Í dómnum kemur fram að matsgerðir rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sýni fram á að konan hafi verið óhæf til að stjórna ökutæki örugglega í þeim tilvikum sem rakin voru í ákæru. Það hafi sömuleiðis verið samdóma álit þeirra lögreglumanna sem höfðu afskipti af konunni í þessi sjö skipti að hún hafi ekki verið nokkru ástandi til að aka bíl. Konan var sömuleiðis dæmd fyrir skjalabrot fyrir að hafa ekið bíl með röngu skráningarmerki að framan. Bar hún því við að bílnum hafi verið stolið og þegar hann hafi fundist á ný hafi hún ekki gert sér greint fyrir því að hún væri á röngum skráningarmerkjum. Dómari tók þó ekki slíkt til greina þar sem ákvæði umferðarlaga geri ráð fyrir að eiganda eða umráðamanni bíls beri ábyrgð á skráningu þess í ökutækjaskrá og að skráningarmerki sé sett á það áður en það sé tekið í notkun. Vottorð gefið út löngu síðar Konan fór fram á að verða ekki svipt ökurétti með vísun í umferðarlög þar sem kveðið er á að ökumaður skuli ekki beittur viðurlögum, ef hann hafi meðferðis við stjórn ökutækis læknisvottorð sem sýni fram á að hann sé haldinn tilteknum sjúkdómi eða ástandi sem skýri neyslu efna sem mælist í blóði og þá verið hæfur til að stjórna bílnum að mati læknis. Konan hafi hins vegar ekki uppfyllt neitt skilyrðanna sem þar er kveðið á um og vottorð geðlæknis dugi ekki til að sleppa við ökuréttarsvipitingu, enda hafi umrætt vottorð verið gefið út löngu eftir brot konunnar. Þar sem um ítrekað brot hafi verið að ræða af hálfu konunnar og með hliðsjón af fjölda brotanna var svipting hennar ákveðin fimm ár frá maí 2020 að telja. Konunni er gert að greiða sektina til ríkissjóðs, 2,5 milljónir króna, innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti hún fangelsi í 68 daga. Dómsmál Reykjavík Árborg Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Konan var jafnframt til fimm ára ökuréttissviptingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, alls rúmar tvær milljónir króna. Samkvæmt sakarvottorði hafði konan áður gerst sek um brot gegn umferðarlögum. Í dómnum kemur fram að matsgerðir rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sýni fram á að konan hafi verið óhæf til að stjórna ökutæki örugglega í þeim tilvikum sem rakin voru í ákæru. Það hafi sömuleiðis verið samdóma álit þeirra lögreglumanna sem höfðu afskipti af konunni í þessi sjö skipti að hún hafi ekki verið nokkru ástandi til að aka bíl. Konan var sömuleiðis dæmd fyrir skjalabrot fyrir að hafa ekið bíl með röngu skráningarmerki að framan. Bar hún því við að bílnum hafi verið stolið og þegar hann hafi fundist á ný hafi hún ekki gert sér greint fyrir því að hún væri á röngum skráningarmerkjum. Dómari tók þó ekki slíkt til greina þar sem ákvæði umferðarlaga geri ráð fyrir að eiganda eða umráðamanni bíls beri ábyrgð á skráningu þess í ökutækjaskrá og að skráningarmerki sé sett á það áður en það sé tekið í notkun. Vottorð gefið út löngu síðar Konan fór fram á að verða ekki svipt ökurétti með vísun í umferðarlög þar sem kveðið er á að ökumaður skuli ekki beittur viðurlögum, ef hann hafi meðferðis við stjórn ökutækis læknisvottorð sem sýni fram á að hann sé haldinn tilteknum sjúkdómi eða ástandi sem skýri neyslu efna sem mælist í blóði og þá verið hæfur til að stjórna bílnum að mati læknis. Konan hafi hins vegar ekki uppfyllt neitt skilyrðanna sem þar er kveðið á um og vottorð geðlæknis dugi ekki til að sleppa við ökuréttarsvipitingu, enda hafi umrætt vottorð verið gefið út löngu eftir brot konunnar. Þar sem um ítrekað brot hafi verið að ræða af hálfu konunnar og með hliðsjón af fjölda brotanna var svipting hennar ákveðin fimm ár frá maí 2020 að telja. Konunni er gert að greiða sektina til ríkissjóðs, 2,5 milljónir króna, innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti hún fangelsi í 68 daga.
Dómsmál Reykjavík Árborg Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira