2,5 milljóna sekt fyrir endurtekin umferðarlagabrot Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2021 14:30 Konan var stöðvuð af lögreglu bæði á Selfossi og Reykjavík líkt og rakið er í ákæru sem var í sjö liðum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða 2,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir endurtekin umferðarlagabrot eftir að hafa ítrekað ekið bíl, ýmist undir áhrifum ávana- eða fíkniefna eða slævandi lyfja. Ákæran var í sjö liðum, en brotin voru framin bæði í Reykjavík og á Selfossi á tímabilinu frá júní 2019 til júní 2020. Konan var jafnframt til fimm ára ökuréttissviptingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, alls rúmar tvær milljónir króna. Samkvæmt sakarvottorði hafði konan áður gerst sek um brot gegn umferðarlögum. Í dómnum kemur fram að matsgerðir rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sýni fram á að konan hafi verið óhæf til að stjórna ökutæki örugglega í þeim tilvikum sem rakin voru í ákæru. Það hafi sömuleiðis verið samdóma álit þeirra lögreglumanna sem höfðu afskipti af konunni í þessi sjö skipti að hún hafi ekki verið nokkru ástandi til að aka bíl. Konan var sömuleiðis dæmd fyrir skjalabrot fyrir að hafa ekið bíl með röngu skráningarmerki að framan. Bar hún því við að bílnum hafi verið stolið og þegar hann hafi fundist á ný hafi hún ekki gert sér greint fyrir því að hún væri á röngum skráningarmerkjum. Dómari tók þó ekki slíkt til greina þar sem ákvæði umferðarlaga geri ráð fyrir að eiganda eða umráðamanni bíls beri ábyrgð á skráningu þess í ökutækjaskrá og að skráningarmerki sé sett á það áður en það sé tekið í notkun. Vottorð gefið út löngu síðar Konan fór fram á að verða ekki svipt ökurétti með vísun í umferðarlög þar sem kveðið er á að ökumaður skuli ekki beittur viðurlögum, ef hann hafi meðferðis við stjórn ökutækis læknisvottorð sem sýni fram á að hann sé haldinn tilteknum sjúkdómi eða ástandi sem skýri neyslu efna sem mælist í blóði og þá verið hæfur til að stjórna bílnum að mati læknis. Konan hafi hins vegar ekki uppfyllt neitt skilyrðanna sem þar er kveðið á um og vottorð geðlæknis dugi ekki til að sleppa við ökuréttarsvipitingu, enda hafi umrætt vottorð verið gefið út löngu eftir brot konunnar. Þar sem um ítrekað brot hafi verið að ræða af hálfu konunnar og með hliðsjón af fjölda brotanna var svipting hennar ákveðin fimm ár frá maí 2020 að telja. Konunni er gert að greiða sektina til ríkissjóðs, 2,5 milljónir króna, innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti hún fangelsi í 68 daga. Dómsmál Reykjavík Árborg Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Konan var jafnframt til fimm ára ökuréttissviptingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, alls rúmar tvær milljónir króna. Samkvæmt sakarvottorði hafði konan áður gerst sek um brot gegn umferðarlögum. Í dómnum kemur fram að matsgerðir rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sýni fram á að konan hafi verið óhæf til að stjórna ökutæki örugglega í þeim tilvikum sem rakin voru í ákæru. Það hafi sömuleiðis verið samdóma álit þeirra lögreglumanna sem höfðu afskipti af konunni í þessi sjö skipti að hún hafi ekki verið nokkru ástandi til að aka bíl. Konan var sömuleiðis dæmd fyrir skjalabrot fyrir að hafa ekið bíl með röngu skráningarmerki að framan. Bar hún því við að bílnum hafi verið stolið og þegar hann hafi fundist á ný hafi hún ekki gert sér greint fyrir því að hún væri á röngum skráningarmerkjum. Dómari tók þó ekki slíkt til greina þar sem ákvæði umferðarlaga geri ráð fyrir að eiganda eða umráðamanni bíls beri ábyrgð á skráningu þess í ökutækjaskrá og að skráningarmerki sé sett á það áður en það sé tekið í notkun. Vottorð gefið út löngu síðar Konan fór fram á að verða ekki svipt ökurétti með vísun í umferðarlög þar sem kveðið er á að ökumaður skuli ekki beittur viðurlögum, ef hann hafi meðferðis við stjórn ökutækis læknisvottorð sem sýni fram á að hann sé haldinn tilteknum sjúkdómi eða ástandi sem skýri neyslu efna sem mælist í blóði og þá verið hæfur til að stjórna bílnum að mati læknis. Konan hafi hins vegar ekki uppfyllt neitt skilyrðanna sem þar er kveðið á um og vottorð geðlæknis dugi ekki til að sleppa við ökuréttarsvipitingu, enda hafi umrætt vottorð verið gefið út löngu eftir brot konunnar. Þar sem um ítrekað brot hafi verið að ræða af hálfu konunnar og með hliðsjón af fjölda brotanna var svipting hennar ákveðin fimm ár frá maí 2020 að telja. Konunni er gert að greiða sektina til ríkissjóðs, 2,5 milljónir króna, innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti hún fangelsi í 68 daga.
Dómsmál Reykjavík Árborg Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira