Hins vegar barst tilkynning um klukkutíma síðar um aðra líkamsárás. Í því tilfelli voru áverkar einnig minniháttar og var einn maður handtekinn og færður í fangageymslu.
Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðbænum um kvöldmatarleytið. Var málið afgreitt á vettvangi. Um svipað leyti var tilkynnt um innbrot, þjófnað og nytjastuld á bifreiðinni VN786 sem er ljósgrá Mercedes Bens bifreið að því er fram kemur í dagbók lögreglu.