Ólíklegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt ef til eldgoss kemur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 21:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir ólíklegt að höfuðborgarsvæðið í heild sinni verði rýmt ef gýs nærri borginni. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins. Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Algengustu sviðsmyndir áætlunarinnar ganga út frá því að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu færðir til innan þess eða heil hverfi yrðu rýmd. Dagur segir ólíklegt að rýma þyrfti allt svæðið. „Höfuðborgarsvæðið í heild sinni, það væri mjög mikill ábyrgðarhluti að ætla sér að rýma það allt saman. Sérstaklega yfir einhvern lengri tíma,“ sagði Dagur í kvöldfréttum RÚV. Hann segir ekkert svæði á landinu geta, með auðveldum hætti, tekið við öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, séð þeim fyrir húsaskjóli og vistum. Vísindanefnd almannavarna sendi í kvöld út tilkynningu um niðurstöður fundar sem hún hélt síðdegis. Helstu niðurstöður hans voru þær að miðað við þau gögn og mælingar sem nú liggja fyrir muni annað hvort draga úr jarðskjálftavirkni eða skjálftarnir aukast á næstu vikum og mánuðum. Þá telur vísindanefnd ólíklegt að eldgos sé í vændum en ekkert bendir til þess að svo stöddu að kvika sé að ryðja sér leið upp á yfirborðið. Þá sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að afar ólíklegt sé að til goss komi á Reykjanesskaga á næstu misserum. Ef það mun hins vegar gerast sé ólíklegt að nokkur hætta að lífi steðji að. Eldgos á Reykjanesskaga séu flest lítil hraungos en þau geti hins vegar runnið nærri byggð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Algengustu sviðsmyndir áætlunarinnar ganga út frá því að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu færðir til innan þess eða heil hverfi yrðu rýmd. Dagur segir ólíklegt að rýma þyrfti allt svæðið. „Höfuðborgarsvæðið í heild sinni, það væri mjög mikill ábyrgðarhluti að ætla sér að rýma það allt saman. Sérstaklega yfir einhvern lengri tíma,“ sagði Dagur í kvöldfréttum RÚV. Hann segir ekkert svæði á landinu geta, með auðveldum hætti, tekið við öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, séð þeim fyrir húsaskjóli og vistum. Vísindanefnd almannavarna sendi í kvöld út tilkynningu um niðurstöður fundar sem hún hélt síðdegis. Helstu niðurstöður hans voru þær að miðað við þau gögn og mælingar sem nú liggja fyrir muni annað hvort draga úr jarðskjálftavirkni eða skjálftarnir aukast á næstu vikum og mánuðum. Þá telur vísindanefnd ólíklegt að eldgos sé í vændum en ekkert bendir til þess að svo stöddu að kvika sé að ryðja sér leið upp á yfirborðið. Þá sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að afar ólíklegt sé að til goss komi á Reykjanesskaga á næstu misserum. Ef það mun hins vegar gerast sé ólíklegt að nokkur hætta að lífi steðji að. Eldgos á Reykjanesskaga séu flest lítil hraungos en þau geti hins vegar runnið nærri byggð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19
Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15